Kópavogsbúum boðið á sögulegan leik í kvennaboltanum

Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks og Ísabella Eva Aradóttir, fyrirliði HK.

Breiðablik og HK mætast í 8- liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna á morgun, fimmtudaginn 12.júní. Leikurinn er sögulegur þar sem Kópavogsliðin, Breiðablik og HK, mætast í fyrsta skipti í meistaraflokki kvenna. 

Í tilefni tímamótanna og 70 ára afmælisárs Kópavogsbæjar er Kópavogsbúum boðið á leikinn og eru allir íbúar  hvattir til að fjölmenna á leikinn og styðja við stelpurnar.

„Kvennafótboltinn hefur alltaf verið mjög sterkur í Kópavogi og við viljum að sjálfsögðu  fagna þessum tímamótum með Kópavogsbúum þegar HK og Breiðablik mætast í fyrsta sinn í meistaraflokki. Þá styttist í EM kvenna í fótbolta og stærsta fótboltamót sumarsins á Íslandi,  Símamótið,  þegar stelpur um allt land mætast í Kópavogi um miðjan júlí. Við viljum styðja við stelpur í fótbolta og teljum því tilvalið að nýta tækifærið nú þegar Kópavogsliðin eru að mætast í bikarúrslitum. Ég vona að sem flestir Kópavogsbúar mæti á Kópavogsvöll og styðji sitt lið – já eða bara bæði Kópavogsliðin.“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri. 

Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst klukkan 20.00. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í