Birkir efstur á lista hjá Framsókn

Birkir-Jon-JonssonFundur Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Kópavogi sem fram fór í gær, mánudaginn 3. mars, staðfesti tillögu uppstillinganefndar að framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Birkir Jón Jónsson fyrrv. alþingismaður mun leiða framboðslistann.

Fimm efstu sæti framboðslistans skipa:

1. Birkir Jón Jónsson, fyrrv. alþingismaður, 34 ára.

2. Sigurjón Jónsson, markaðsfræðingur og framkvæmdastjóri, 30 ára.

3. Guðrún Jónína Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og lífstílsleiðbeinandi, 38 ára.

4. Kristinn Dagur Gissurarsson, viðskiptafræðingur, 56 ár.

5. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, grunnskólakennari, 57 ára.

Í sveitarstjórnarkosningunum 2010 fékk Framsóknarflokkurinn einn mann kjörinn í bæjarstjórn Kópavogs.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ryki slegið í augu bæjarbúa

Aðsent Bæjarstjórinn í Kópavogi sendi frá sér fréttatilkynningu um óstaðfest sex mánaða uppgjör sveitarfélagsins. Hughrifin af fréttatilkynningunni eru að hún ein hafi skilað hundruðum milljóna króna í plús vegna hagræðingar