Fjölskyldustundir á laugardögum

Ýmis forvitnileg tæki og tól verða á staðnum.

Vísindasmiðja Háskóla Íslands býður forvitnum börnum að koma og kynnast undrum vísindanna í fróðlegri og skemmtilegri fjölskyldustund á aðalsafni laugardaginn 8. október kl. 13:00. Ýmis forvitnileg tæki, tól og þrautir verða á staðnum og hægt verður að taka þátt í skemmtilegri smiðju þar sem einfaldar teiknivélar eru settar saman og látnar teikna munstur.
Þátttaka er gestum að kostnaðarlausu og öll velkomin.

Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. Viðburðir eru haldnir á víxl á Bókasafni Kópavogs, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu og Salnum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ryki slegið í augu bæjarbúa

Aðsent Bæjarstjórinn í Kópavogi sendi frá sér fréttatilkynningu um óstaðfest sex mánaða uppgjör sveitarfélagsins. Hughrifin af fréttatilkynningunni eru að hún ein hafi skilað hundruðum milljóna króna í plús vegna hagræðingar