GKG Íslandsmeistarar 12 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri fór fram í byrjun mánaðarins og var keppt á þremur keppnisstöðum, hjá GK, GM og lokadaginn í Mýrinni hjá GKG.

GKG tefldi fram fjórum sveitum og voru krakkarnir sér og sínum algjörlega til sóma. Árangurinn var frábær en uppskeran var Íslandsmeistaratitill í efstu deildinni (Hvítu), deildameistaratitlar í Gulu og Grænu deildinni og silfurverðlaun í þeirri Bláu.

Þetta var fimmta sinn sem þetta skemmtilega mót er haldið, en leikin var liðakeppni með Texas Scramble fyrirkomulagi, þar sem leikgleðin var allsráðandi. Alls var leikið í 5 deildum, samtals 22 lið og 110 keppendur. Óhætt er að segja að barna- og unglingastarf sé blómlegt í mörgum klúbbum.

Græna deildin: Deildarmeistarar
Birna Grímsdóttir, Sara Björk Brynjólfsdóttir, Bríet Dóra Pétursdóttir, María Kristín Elísdóttir og Alda Ágústsdóttir.
Bláa deildin: Silfurverðlaun
Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, Andrés þjálfari, Matthías Jörvi Jensson, Valdimar Jaki Jensson, Alex Bjarki Þórisson, Emil Máni Lúðvíksson, Ágúst Högni Þorsteinsson, Úlfar íþróttastjóri (mótsstjóri).
Gula deildin: Deildarmeistarar
Hanna Karen Ríkharðsdóttir, Ríkey Sif Ríkharðsdóttir, Eva Fanney Matthíasdóttir, Embla Hrönn Hallsdóttir og Viktoría Fenger.
Hvíta deildin: Íslandsmeistararar
Aftari röð fv: Úlfar Jónsson íþróttastjóri GKG, Benjamín Snær Valgarðsson, Kristinn Sturluson, Arnar Daði Svavarsson, Andrés Jón Davíðsson barna- og unglingaþjálfari GKG.
Fremri röð fv: Stefán Jökull Bragason, Arnar Heimir Gestsson og Björn Breki Halldórsson.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ryki slegið í augu bæjarbúa

Aðsent Bæjarstjórinn í Kópavogi sendi frá sér fréttatilkynningu um óstaðfest sex mánaða uppgjör sveitarfélagsins. Hughrifin af fréttatilkynningunni eru að hún ein hafi skilað hundruðum milljóna króna í plús vegna hagræðingar