Götuganga fyrir 60 ára og eldri

Virkni og Vellíðan er heilsueflandi verkefni fyrir íbúa 60 ára og eldri í Kópavogi.
Virkni og Vellíðan er heilsueflandi verkefni fyrir íbúa 60 ára og eldri í Kópavogi.

Götuganga fyrir 60 ára og eldri fór nýverið fram í Kópavogi í annað sinn en gangan er haldin af Virkni og vellíðan. Gengnir voru 3,4 kílómetrar, byrjað var hjá Breiðablik og gengið um Kópavogsdal. Afar vel tókst til og tóku á fjórða hundrað þátt.

Keppt var í þremur aldursflokkum:

60-69 ára

70-79 ára

80 ára og eldri.

Markmiðið var auðvitað að sem flestir kæmu og hefðu gaman saman.

„Markmiðið með göngunni var að vekja athygli á mikilvægi hreyfingar eldri borgara og hversu fjölbreytt hreyfiúrræði eru í boði víðsvegar um landið,“ segir Fríða Karen Gunnarsdóttir verkefnastjóri Virkni og vellíðan.

Virkni og Vellíðan er heilsueflandi verkefni fyrir íbúa 60 ára og eldri í Kópavogi. Starfsemi Virkni og Vellíðan er tvískipt. Annars vegar fer þjálfun fram í íþróttafélögunum Breiðablik, HK og Gerplu en hins vegar í félagsmiðstöðvum bæjarins Boðaþingi, Gullsmára og Gjábakka. Á æfingum er lögð áhersla á styrk, þol, liðleika og jafnvægisæfingar.

Í dag sækja yfir 450 þátttakendur þjónustu hjá Virkni og Vellíðan og fer þátttakendafjöldi ört stækkandi. Virkni og Vellíðan stendur reglulega fyrir félagslegum viðburðum t.d. jólahlaðborði, páskabingó, götugöngu og ekki má gleyma Pálínuboðum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ryki slegið í augu bæjarbúa

Aðsent Bæjarstjórinn í Kópavogi sendi frá sér fréttatilkynningu um óstaðfest sex mánaða uppgjör sveitarfélagsins. Hughrifin af fréttatilkynningunni eru að hún ein hafi skilað hundruðum milljóna króna í plús vegna hagræðingar