Karatedeild Breiðabliks með 8 brons og tvö silfur á RIG

Reykjavik International Games (RIG) fór fram í fimmtánda sinn dagana 29. janúar til 6. febrúar 2022 á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík. Keppt var í kata og kumite sunnudaginn 30. janúar og voru áhorfendur leyfðir en einnig var streymt frá mótinu.

Yngri Karateblikar vel stemmdir á RIG.
Eldri Karateblikar.

Fulltrúar Breiðabliks voru 17 keppendur, 3 liðsstjórar, 2 sjálfboðaliðar, 3 dómarar stóðu allir sig af stakri prýði. Uppskeran var 8 bronsverðlaun og tvenn silfurverðlaun. Þeir sem fengu verðlaun voru:

Tómas Pálmar Tómasson, silfur í kata fullorðinna.

Róbert Dennis Solomon, silfur í kata pilta í flokknum Juniors.

Móey María Sigþórsdóttir McClure, brons í kata fullorðinna.

Tómas Aron Gíslason, brons í kata fullorðinna.

Samúel Týr Sigþórsson McClure, brons í kata pilta í flokknum Juniors.

Birgir Gauti Kristjánsson, brons í kata pilta í flokknum Cadet.

Þorgeir Atli Kárason, brons í kata pilta í flokknum Juniors.

Sigrún Eva Magnúsdóttir Þór, brons í kata 15 ára stúlkna.

Elísabet Inga Helgadóttir, brons í kata 15 ára stúlkna.

Arey Amalía Sigþórsdóttir McClure, brons í kata 13 ára stúlkna.

Guðbjörg liðsstjóri með leikskipulagið á hreinu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ryki slegið í augu bæjarbúa

Aðsent Bæjarstjórinn í Kópavogi sendi frá sér fréttatilkynningu um óstaðfest sex mánaða uppgjör sveitarfélagsins. Hughrifin af fréttatilkynningunni eru að hún ein hafi skilað hundruðum milljóna króna í plús vegna hagræðingar