Svana Katla með Brons á sterku ensku móti

Landsliðskonan í karate og blikinn Svana Katla Þorsteinsdóttir keppti undir lok ársins á sterku móti, 6th Central England International Open, í Worcester Englandi.

Svana Katla með verðlaun sín.

Mótið var fjölmennt, um 500 þátttakendur voru skráðir og þar af 18 keppendur í kata kvenna. Ísland átti 11 keppendur á mótinu bæði í kata og kumite. Í fyrstu tveimur umferðum mætti Svana Katla enskum stúlkum. Hún vann þær umferðir örugglega, en helmingur keppenda datt út í hverri umferð. Í undanúrslitum mæti Svana írönsku stúlkunni Roya Akrami meða kata Gojushiho-Dai og var það jöfn viðureign sem fór svo að sú íranska vann 2-1. Í viðureigninni um bronsið mætti Svana Mia Daniels, þar framkvæmdi Svana kata Kanku Sho og vann viðureignina 3-0 og því bronsið hennar.   

Landsliðshópurinn með verðlaun sín á mótinu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ryki slegið í augu bæjarbúa

Aðsent Bæjarstjórinn í Kópavogi sendi frá sér fréttatilkynningu um óstaðfest sex mánaða uppgjör sveitarfélagsins. Hughrifin af fréttatilkynningunni eru að hún ein hafi skilað hundruðum milljóna króna í plús vegna hagræðingar