Dómstóll ÍSÍ ógildir ákvörðun aðalstjórnar HK

Á aðalfundi knattspyrnudeildar HK, sem haldinn var í byrjun mars, var fimm manna stjórn knattspyrnudeildar félagsins kosinn og Þórir Bergsson kosinn formaður. Aðalstjórn HK ákvað í maí að víkja rétt kjörinni stjórn knattspyrnudeildar frá og taka sjálf yfir stjórn deildarinnar. Rökstuðningurinn fyrir þessu voru sagðir samstarfsörðugleikar við stjórn knattspynudeildar og að fjórir af átta stjórnarmönnum hefðu sagt af sér. Málinu var skotið til dómstóls ÍSÍ sem nú hefur ógilt ákvörðun aðalstjórnar HK að víkja stjórn knattspyrnudeildar félagsins frá og að taka yfir stjórn deildarinnar tímabundið.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn