Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16. september síðastliðinn, á degi íslenskrar náttúru.

Ung birkiplanta í Selfjalli í Kópavogi.

Fræjunum sem safnast á höfuðborgarsvæðinu verður sáð í örfoka land í Selfjalli í Lækjarbotnum sem er í landi Kópavogs en Selfjall blasir við á hægri hönd þegar Suðurlandsvegur er ekinn í austur frá höfuðborgarsvæðinu, og er fyrsta fjalla eftir að ekið hefur verið framhjá afleggjara í Heiðmörk. 

Almenningi verður boðið að taka þátt í sáningu birkifræjanna í tveimur viðburðum, næsta laugardag þann 26.september klukkan 11:00 og 3. október á sama tíma. Fánaborg mun blasa við vegfarendum sem ætla að taka þátt í sáningunni þannig að afleggjarinn á ekki að fram hjá þátttakendum.

Mynd 2: Frá gróðursetningu Landsbjargar í Selfjalli í júníbyrjun en þá voru gróðursettar svonefnd rótarskot sem hægt var að kaupa í stað flugelda í fjáröflun Landsbjargar um áramótin.

Skógræktarfélag Kópavogs og Kópavogsbær eru í samstarfi um viðburðinn og munu þátttakendur njóta leiðsagnar sem fræða um birki og sáningu á birkifræi í opið land. Mikilvægt er að vera klæddur eftir veðri og í góðum skóm.

Áhugasömum um söfnun birkifræanna er bent á að söfnunarkassar eru aðgengilegir víða á starfsstöðvum Skógræktarinnar, Landgræðslunnar, Terru og í verslunum Bónuss, þá eru söfnunartunnur komnar í verslanir Bónuss.

Átakið með landssöfnun birkitrjáa hefur það að markmiði að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti að minnsta kosti fjórðung landsins við landnám. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur sem enn er að rotna. Ef landið klæðist birkiskógi stöðvast þessi losun og bindin hefst í staðinn. Svona verkefni eru því líka loftlagsverkefni og hvetur fólk til að taka til hendinni í umhverfismálum.

Einfalt er að safna birkifræjum en þeim sem vilja taka þátt í söfnuninni er bent á að á heimasíðu verkefnisins, birkiskogur.is eru nánari upplýsingar um verkefnið og hvernig á að safna fræjunum.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn