Flautukórinn í frægðarför


„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á Ítalíu að fótum sér og vann þar mörg verðlaun nýveirð í alþjóðlegu flautukeppninni „Angelo Faja“. Flautukórinn tók jafnframt þátt í Erasmus+ verkefni með nemendum í tónlistarmenntaskóla í Enna og spilaði þar með þeim á tónleikum í Dómkirkjunni undir stjórn Pamelu.  

Í flautukór Tónlistarskóla Kópavogs voru 14 nemendur á aldrinum 14 til 24 ára. Flautukórinn fékk fyrstu verðlaun í flautukeppninni og auk þess sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning, samspil, tækni og hljóm. Alma Bergrós Hugadóttir, Hrefna Vala Kristjánsdóttir og Höskuldur Tinni Einarsson urðu í fyrsta sæti í lágflautu-samspilsflokki og einnig hvert um sig. Hrefna Vala varð í öðru sæti í pikkólókeppni í yngri flokki og Þóra Magnúsdóttir og Guðjón Daníel Bjarnason urðu í þriðja sæti í einleik á flautu í sínum flokki. Valgerður Íris fékk sérstök verðlaun fyrir pikkóló tækni og Arna Ösp Bjarnadóttir fyrir besta flutninginn á rómantísku verki. Flautukórinn hlaut jafnframt gjafabréf frá ítölskum hljóðfæraframleiðendum til að kaupa hljóðfæri fyrir kórinn. 

Flautukór Tónlistarskóla Kópavogs.

Eftir flautukeppnina hélt flautukórinn tónleika í þjóðgarðinum í Siracusa og var þeim sjónvarpað og útvarpað á Sikiley. „Flautukórnum frá Tónlistarskóla Kópavogs var sýndur mikill heiður með þessu og var honum var klappað lof í lófa. Þetta var í fyrsta sinn sem tónlistarnemendur hafa fengið að halda tónleika í garðinum og var það mikill heiður,” segir Pamela að lokum.  

To?nleikar  i? Siracusa (Dionisioeyra).
To?nleikar i? Siracusa (Dionisioeyra).
Pemela De Sensi, flautukennari Tónlistarskólans í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,