Flautukórinn í frægðarför


„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á Ítalíu að fótum sér og vann þar mörg verðlaun nýveirð í alþjóðlegu flautukeppninni „Angelo Faja“. Flautukórinn tók jafnframt þátt í Erasmus+ verkefni með nemendum í tónlistarmenntaskóla í Enna og spilaði þar með þeim á tónleikum í Dómkirkjunni undir stjórn Pamelu.  

Í flautukór Tónlistarskóla Kópavogs voru 14 nemendur á aldrinum 14 til 24 ára. Flautukórinn fékk fyrstu verðlaun í flautukeppninni og auk þess sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning, samspil, tækni og hljóm. Alma Bergrós Hugadóttir, Hrefna Vala Kristjánsdóttir og Höskuldur Tinni Einarsson urðu í fyrsta sæti í lágflautu-samspilsflokki og einnig hvert um sig. Hrefna Vala varð í öðru sæti í pikkólókeppni í yngri flokki og Þóra Magnúsdóttir og Guðjón Daníel Bjarnason urðu í þriðja sæti í einleik á flautu í sínum flokki. Valgerður Íris fékk sérstök verðlaun fyrir pikkóló tækni og Arna Ösp Bjarnadóttir fyrir besta flutninginn á rómantísku verki. Flautukórinn hlaut jafnframt gjafabréf frá ítölskum hljóðfæraframleiðendum til að kaupa hljóðfæri fyrir kórinn. 

Flautukór Tónlistarskóla Kópavogs.

Eftir flautukeppnina hélt flautukórinn tónleika í þjóðgarðinum í Siracusa og var þeim sjónvarpað og útvarpað á Sikiley. „Flautukórnum frá Tónlistarskóla Kópavogs var sýndur mikill heiður með þessu og var honum var klappað lof í lófa. Þetta var í fyrsta sinn sem tónlistarnemendur hafa fengið að halda tónleika í garðinum og var það mikill heiður,” segir Pamela að lokum.  

To?nleikar  i? Siracusa (Dionisioeyra).
To?nleikar i? Siracusa (Dionisioeyra).
Pemela De Sensi, flautukennari Tónlistarskólans í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar