Flautukórinn í frægðarför


„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á Ítalíu að fótum sér og vann þar mörg verðlaun nýveirð í alþjóðlegu flautukeppninni „Angelo Faja“. Flautukórinn tók jafnframt þátt í Erasmus+ verkefni með nemendum í tónlistarmenntaskóla í Enna og spilaði þar með þeim á tónleikum í Dómkirkjunni undir stjórn Pamelu.  

Í flautukór Tónlistarskóla Kópavogs voru 14 nemendur á aldrinum 14 til 24 ára. Flautukórinn fékk fyrstu verðlaun í flautukeppninni og auk þess sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning, samspil, tækni og hljóm. Alma Bergrós Hugadóttir, Hrefna Vala Kristjánsdóttir og Höskuldur Tinni Einarsson urðu í fyrsta sæti í lágflautu-samspilsflokki og einnig hvert um sig. Hrefna Vala varð í öðru sæti í pikkólókeppni í yngri flokki og Þóra Magnúsdóttir og Guðjón Daníel Bjarnason urðu í þriðja sæti í einleik á flautu í sínum flokki. Valgerður Íris fékk sérstök verðlaun fyrir pikkóló tækni og Arna Ösp Bjarnadóttir fyrir besta flutninginn á rómantísku verki. Flautukórinn hlaut jafnframt gjafabréf frá ítölskum hljóðfæraframleiðendum til að kaupa hljóðfæri fyrir kórinn. 

Flautukór Tónlistarskóla Kópavogs.

Eftir flautukeppnina hélt flautukórinn tónleika í þjóðgarðinum í Siracusa og var þeim sjónvarpað og útvarpað á Sikiley. „Flautukórnum frá Tónlistarskóla Kópavogs var sýndur mikill heiður með þessu og var honum var klappað lof í lófa. Þetta var í fyrsta sinn sem tónlistarnemendur hafa fengið að halda tónleika í garðinum og var það mikill heiður,” segir Pamela að lokum.  

To?nleikar  i? Siracusa (Dionisioeyra).
To?nleikar i? Siracusa (Dionisioeyra).
Pemela De Sensi, flautukennari Tónlistarskólans í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

1
Salalaug_vefur
IMG_7640_editHighRes – st
sund
IMG_7565
Sjalfstaedisfelagid
DSC_3545 (46)
Opnunarhatid_2024_4
2019-Got-Agulu-med-biskupi-Agnesi-1-copy