Kársnesormurinn fluttur í Bókasafn Kópavogs

Börnin í Heilsuleikskólanum með Kársnesorminn.
Börnin í Heilsuleikskólanum með Kársnesorminn.
Börnin í Heilsuleikskólanum með Kársnesorminn.

Guðrún Björnsdóttir, deildarstjóri Heilsuleiksólans, vann nýverið þemaverkefnið Kársnesið sem nánasta umhverfi barnanna í skólanum. Guðrún gróf upp heimildir um að Kórsnesormurinn sem átti heima í helli er hét Kór og var á Kársnesinu en talið er að Kársneið hafi heitið Kórsnes í upphafi. Kórsnesormurinn átti að hafa legið á gulli og bitið í sporðinn á sér. Börnin veltu fyrir sér hvernig ormurinn hafi litið út. Hvort hann væri eins og dreki eða ormur. Eftir miklar vangaveltur fóru þau í vettvangsferð þar sem þau fundu ýmiss ummerki eftir orminn. Þegar komið var til baka var hafist handa við að finna efnivið til að skapa Kórsnesorminn. Verkefnið tók nokkrar vikur og ber verkið þess merki að áhugi og virkni leyndi sér ekki hjá börnunum.  Við lok verksins var ákveðið að ormurinn héti Kársnesormur en ekki Kórsnesormur. Verkefnið var til sýnis á opnu húsi í Heilsuleikskólanum nýverið og einnig í Bókasafni Kópavogs.

IMG_1587 IMG_1585

Kórsnesormurinn má líka heita Kársnesormurinn.
Kórsnesormurinn má líka heita Kársnesormurinn.

IMG_1594 IMG_1591

Umræðan

Fleiri fréttir

Ryki slegið í augu bæjarbúa

Aðsent Bæjarstjórinn í Kópavogi sendi frá sér fréttatilkynningu um óstaðfest sex mánaða uppgjör sveitarfélagsins. Hughrifin af fréttatilkynningunni eru að hún ein hafi skilað hundruðum milljóna króna í plús vegna hagræðingar