Listahátíðin Cycle

Guðný Þóra Guðmundsdóttir, listrænn stjórnandi Cycle.
Guðný Þóra Guðmundsdóttir, listrænn stjórnandi Cycle.

Listahátíðin Cycle verður haldin í þriðja sinn í Gerðarsafni – Listasafni Kópavogs dagana 1.–24. september. Á hátíðinni í ár kemur fram framúrskarandi íslenskt og alþjóðlegt listafólk á sviði nútímatónlistar, gjörningalista, myndlistar og hljóðlistar. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Fullvalda I Nýlenda og mun hátíðin taka fyrir 100 ára fullveldisafmæli Íslands á næsta ári og miðast sérstaklega við Grænland, Færeyjar og Ísland og tengsl þessara landa við Danmörku í nútíð og fortíð.

Dagskráin býður meðal annars upp á tónleika, kvikmyndasýningar, vinnustofur, fyrirlestra auk hefðbundinnar myndlistarsýningar í sýningarsölum Gerðarsafns. Staðsetningin á hátíðinni hér í Kópavogi er valin með það í huga að breikka það svæði innan höfuðborgarsvæðisins sem inniheldur menningarviðburði og til að draga listafólk og áhorfendur út úr hefðbundum tónleikastöðum og sýningarrýmum í miðbæ Reykjavíkur.

Guðný Þóra Guðmundsdóttir listrænn stjórnandi hátíðarinnar segir mikilvægt að efla menningarsamskipti og samstöðu milli vestnorrænu þjóðanna. „Saga landanna er samofin og við Íslendingar getum lært margt af Færeyingum og Grænlendingum rétt eins og þeir af okkur. Hátíðin í ár verður byrjun á lengra sköpunarferli lista- og fræðafólks frá þessum löndum og munum við svo sýna afraksturinn á fullveldisárinu.“

Meðal þáttakenda á hátíðinni í ár er grænlenski rapparinn Josef Tarrak J.T.P. Þessi átján ára gamli listamaður hefur vakið mikla athygli í heimalandi sínu þar sem hann rappar á grænlensku um lífsskilyrðin á Grænlandi, um sjálfstæðisþrá og kynþáttafordóma sem Grænlendingar verða fyri í Danmörku og er orðin ein skærasta stjarna Grænlendinga í tónlist.

Umræðan

Fleiri fréttir

Indian Food Box fagnar fimm ára afmæli

Kynning Veitingastaðurinn Indian Food Box, sem nýverið opnaði í Hamraborg, fagnar um þessar mundir fimm ára starfsafmæli sínu. Þetta markar tímamót, ekki aðeins í velgengni veitingastaðarins heldur einnig í lífi

Ryki slegið í augu bæjarbúa

Aðsent Bæjarstjórinn í Kópavogi sendi frá sér fréttatilkynningu um óstaðfest sex mánaða uppgjör sveitarfélagsins. Hughrifin af fréttatilkynningunni eru að hún ein hafi skilað hundruðum milljóna króna í plús vegna hagræðingar