Rafmögnuð stemning á Kóparokk

untitled (82 of 103)
Hljómsveitin Fjöltengi tryllti salinn.

Kóparokk er tónlistarviðburður ungs fólks í Kópavogi. Frá upphafi hefur Kóparokk farið fram í félagsmiðstöðinni Ekkó í Kársnesskóla á haustin en í ár var viðburðurinn haldin 21. febrúar  sl. í ungmennahúsinu Molanum,  þar sem búnaður til tónleikahalds er af bestu gerð.

Markmið með viðburðinum er að gefa hljómsveitum skipuðum ungum Kópavogsbúum tækifæri á að spila fyrir unglinga úr félagsmiðstöðvum Kópavogs,  vekja áhuga ungmenna á lifandi tónlist og að hafa hvetjandi áhrif á ungmenni til að stofna hljómsveitir.

Fjórar hljómsveitir komu fram að þessu sinni , hljómsveitirnar Aragrúi, Indigo, Fjöltengi og White Signal.  Stemmingin var rafmögnuð og þátttaka góð.

untitled (26 of 103)-Edit
Hljómsveitin Aragrúi í góðum gír.
untitled (53 of 103)
Indigo
untitled (81 of 103)
Fjöltengi.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem