Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar meiri en gert var ráð fyrir

PicsArt_18_6_2014 22_50_38Rekstrarafgangur samstæðu Kópavogsbæjar er mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir, að því er fram kemur í tilkynningu frá bænum. Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins eru 452 milljónir króna en gert er ráð fyrir 667 milljónum króna fyrir allt árið í fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar. Þetta kemur fram í árshlutareikningi Kópavogs fyrir 1. janúar 2014 til 30. júní 2014 sem var lagður fram í bæjarráði í dag, 11. september.

Betri afkoma bæjarins það sem af er ári skýrist einkum af heldur meiri tekjum en áætlanir gerðu ráð fyrir og lægri fjármagnsgjöldum vegna lægri verðbólgu en áætluð var á tímabilinu. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjori segir að áfram þurfi að gæta aðhalds í rekstri:

Árshlutauppgjörið skilar okkur betri afkomu en við reiknuðum með sem er gott en þess má geta að nýir kjarasamningar hafa litil áhrif á fyrri hluta ársins og þá var verðbólga lægri en við gerðum ráð fyrir. Við þurfum því og munum áfram gæta aðhalds í rekstri. Það er ánægjulegt að rekstur bæjarfélagsins heldur áfram að styrkjast, skuldirnar hafa lækkað og við höldum ótrauð áfram á þeirri braut að greiða þær niður.“

Rekstrarniðurstaða samstæðu fyrir fjármagnsliði, afskriftir og lífeyrisskuldbindingar var jákvæð um 2.325 m.kr. Þetta þýðir að framlegðarhlutfall samstæðu var um 21%, en í reglum frá eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga er gert ráð fyrir að framlegðarhlutfallið sé á bilinu 15-20%.

Skuldahlutfall samstæðu Kópavogsbæjar lækkar á tímabilinu. Það er 179% fyrir samstæðuna 30.júní 2014 séu þær forsendur gefnar að helmingur tekna ársins sé fallinn til og að frádráttur vegna lífeyrisskuldbindinga sé sá sami og í ársreikningi 2013, en skuldahlutfallið var þá 185%. Miðað við sömu forsendur, þá er skuldahlutfall A-hluta komið í 147%.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Begga
hkubk
Brennuvargarnir
Siglingafélag
thorunn-1
Leikfélag Kópavogs
Sprettur og Fákur
Screen Shot 2015-03-15 at 10.51.51
rannveig 4