Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar meiri en gert var ráð fyrir

PicsArt_18_6_2014 22_50_38Rekstrarafgangur samstæðu Kópavogsbæjar er mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir, að því er fram kemur í tilkynningu frá bænum. Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins eru 452 milljónir króna en gert er ráð fyrir 667 milljónum króna fyrir allt árið í fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar. Þetta kemur fram í árshlutareikningi Kópavogs fyrir 1. janúar 2014 til 30. júní 2014 sem var lagður fram í bæjarráði í dag, 11. september.

Betri afkoma bæjarins það sem af er ári skýrist einkum af heldur meiri tekjum en áætlanir gerðu ráð fyrir og lægri fjármagnsgjöldum vegna lægri verðbólgu en áætluð var á tímabilinu. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjori segir að áfram þurfi að gæta aðhalds í rekstri:

Árshlutauppgjörið skilar okkur betri afkomu en við reiknuðum með sem er gott en þess má geta að nýir kjarasamningar hafa litil áhrif á fyrri hluta ársins og þá var verðbólga lægri en við gerðum ráð fyrir. Við þurfum því og munum áfram gæta aðhalds í rekstri. Það er ánægjulegt að rekstur bæjarfélagsins heldur áfram að styrkjast, skuldirnar hafa lækkað og við höldum ótrauð áfram á þeirri braut að greiða þær niður.“

Rekstrarniðurstaða samstæðu fyrir fjármagnsliði, afskriftir og lífeyrisskuldbindingar var jákvæð um 2.325 m.kr. Þetta þýðir að framlegðarhlutfall samstæðu var um 21%, en í reglum frá eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga er gert ráð fyrir að framlegðarhlutfallið sé á bilinu 15-20%.

Skuldahlutfall samstæðu Kópavogsbæjar lækkar á tímabilinu. Það er 179% fyrir samstæðuna 30.júní 2014 séu þær forsendur gefnar að helmingur tekna ársins sé fallinn til og að frádráttur vegna lífeyrisskuldbindinga sé sá sami og í ársreikningi 2013, en skuldahlutfallið var þá 185%. Miðað við sömu forsendur, þá er skuldahlutfall A-hluta komið í 147%.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem