Sleppisvæði fyrir rafskútur

Kópavogsbær, Strætó og rafskútuleigurnar Hopp og Zolo hafa tekið höndum saman til að til að hvetja fólk til umhverfisvæns ferðamáta og um leið bæta lagningu rafskúta í bænum. 

Frá og með 12. júní 2024, er veittur afsláttur af leigu rafskúta ef þeim er lagt á skilgreindum svæðum við biðstöðvar Strætó með það að leiðarljósi að hvetja notendur til að leggja rafskútunum þar sem þær eru ekki fyrir gangandi og akandi. Sleppisvæðin verða sýnileg inn í appi rafskútuleiganna.

Kópavogsbær er fyrsta sveitarfélagið sem fer þessa leið og er markmiðið að fjölga slíkum stæðum í bænum þannig að þau verði einnig við sundlaugar, íþróttamannvirki og önnur vinsæl svæði sem hægt er að greina út frá upplýsingum frá rafskútuleigum. 

Adam Karl Helgason, rekstrarstjóri Zolo. Sigurjón Rúnar Vikarsson, rekstrarstjóri Hopp, Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, Leó Snær Pétursson, umhverfis- og samgöngunefnd og dóttir hans Hafdís Magnea, Guðjón Ingi Guðmundsson, umhverfis- og samgöngunefnd, Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri, Bergur Þorri Benjamínsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar og Jóhannes Svavar Rúnarsson, Strætó bs.

„Það er virkilega gaman að Kópavogsbær sé fyrst sveitarfélaga á Íslandi að stíga þessi skref. Með þessu hvetjum við fólk til að tengja saman tvo umhverfisvæna fararmáta, Strætó og rafskútur og stuðlum í leiðinni að því að rafskútur séu ekki á víð og dreif um bæinn,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri. 

Strætó og rafskútuleigurnar eru þegar í góðu samstarfi þar sem staðsetningar rafskúta á strætókortinu er sýnileg inn á vef Strætó og í Klappinu. Hægt er að smella á viðkomandi rafskútu á kortinu og þá sést hvaða fyrirtæki hjólið tilheyrir og hver hleðslan er. Sé smellt á hlekkinn er farið inn á rafskútuna í viðkomandi appi og þannig hægt að taka hana frá eða á leigu strax.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

1029247
WP_20140406_18_48_43_Pro
Bryndis Kristjánsdóttir og Rakel Svavarsdóttir með verðlaunagrip frá Nótunni.
Marbakkabraut_1
HVH-20140320-001
Stefán Karl Stefánsson
GKG
Gudmundur Andri Thorsson
1