Sólin kom loksins í Kópavog í morgun og ætlar að verða eitthvað í heimsókn næstu daga. Veðrið leikur núna við landsmenn, einkum hér sunnanlands. Spámenn eru bjartsýnir fyrir næstu daga enda útlitið í kortunum gott. Kópavogsbúar fylltu laugarnar í morgun, léku sér í golfi, unnu berir að ofan við að byggja hús og skokkuðu léttan hring, svo dæmi séu nefnd.