Vel heppnuð Aðventuhátíð Kópavogs

Tendrað var á jólatréi Kópavogsbæjar á Aðventuhátíð Kópavogs sem haldin var í byrjun desember. Fjölmenni var á útiskemmtun þar sem Skólahljómsveit Kópavogs lék; Margrét Friðriksdóttir forseti bæjarstjórnar fluti ávarp og tendraði á tréinu, Villi og Sveppi skemmtu og jólasveinar stýrðu dansi í kringum jólatré. Kynnir var Lalli töframaður. Áður en útiskemmtun hófst, en hún fór fram á útivistarsvæði við menningarhúsa bæjarins, var boðið upp á dagskrá í Salnum, Gerðarsafni, Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn