Bókasafn Kópavogs tók þátt í samstarfsverkefni við Lettland: Texti á torg. Þar eru gestir og gangandi hvattir til þess að tjá sig í rituðu máli í opinberu rými, í þessu tilfelli á veggjum bókasafnsins við skiptistöðina í Hamraborg. Myndirnar eru fengnar af vef Bókasafns Kópavogs á Facebook en þar má einnig finna fleiri myndir og upplýsingar um þetta skemmtilega verkefni sem kryddar mannlífið.