Aðventuhátíð Kópavogs

Jólasveinar bregða á leik, dansað verður í kringum jólatréð og fjöldi krakka í Kópavogi blása í lúðra og syngja falleg og skemmtileg jólalög.

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17.

Jólasveinar bregða á leik, dansað verður í kringum jólatréð og fjöldi krakka í Kópavogi blása í lúðra og syngja falleg og skemmtileg jólalög.

Boðið verður upp á fjölbreyttar aðventusmiðjur frá klukkan 15. Pólsk brúðusmiðja, fóðurkönglagerð fyrir fugla, jólagjafasmiðjur, jólatónlist og lesið verður upp úr jóladagatali sem Eygló Jónsdóttir rithöfundur skrifaði upp úr hugmyndum barna í Kópavogi.

Systir jólasveinanna mætir með fullt af tröllafötum úr Grýluhelli og býður mannabörnum að klæða sig sem tröllabörn. Tröllastelpa kennir krökkum á öllum aldri að dansa við dillandi jólalög. Og að sjálfsögðu mæta jólasveinar á svæðið og leiða dans í kringum jólatréð ásamt vinkonu sinni henni Rófu.

Nemendur úr Tónlistarskóla Kópavogs flytja fallega jólatónlist á aðventutónleikum á bókasafninu. Í forsal Salarins mun bæjarlistamaður Kópavogsbæjar, Kristofer Rodriguez Svönuson, trommu- og slagverksleikari bjóða upp á jólajazz ásamt Daníel Helgasyni gítarleikara og Hannesi Helgasyni hljómborðsleikara og Kvennakór Kópavogs flytur kyrrláta vetrartóna.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,