Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi dagskrá.

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Gerður Kristný, skáld og rithöfundur, ríður á vaðið og heimsækir okkur miðvikudaginn 4. september.

Bókaklúbburinn Lesið á milli línanna hittist fyrsta fimmtudag mánaðar og spjallar um yndislestur á léttu nótunum. Allar konur velkomnar meðan húsrúm leyfir.

Hannyrðaklúbbarnir Kaðlín og Garn og gaman hittast alla þriðjudaga og njóta samveru og hannyrða í notalegu umhverfi bókasafnsins með heitt á könnunni.
Hannyrðaklúbbarnir Kaðlín og Garn og gaman hittast alla þriðjudaga og njóta samveru og hannyrða í notalegu umhverfi bókasafnsins með heitt á könnunni.

Viðburðaröðin Tala og spila er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi og er styrkt af Bókasafnasjóði, Nordplus og jafnréttis- og mannréttindasjóði Kópavogsbæjar og í samstarfi við hjálparsamtökin GETA – Get together. Þetta er vettvangur fyrir þau sem tala smá íslensku og vilja æfa sig.

Frekari upplýsingar um þessa og fleiri viðburði má finna á vef bókasafnsins www.bokasafn.kopavogur.is

Sumarlesturinn

Uppskeruhátíð sumarlesturs var haldin með pompi og prakt á Bókasafni Kópavogs fimmtudaginn 22. ágúst. Gunnar Helgason stuðbolti kom, las úr lokabókinni um Stellu sem er væntanleg í haust og dró út í síðasta sinn úr happamiðum sumarlesturs. Öll börn sem mættu fengu einnig gefins endurskinsmerki sem skartar bókasafnskisunni Gloríu.

Sumarlesturinn gekk vonum framar, en í sumar voru lesnar 34% fleiri bækur en síðasta sumar. Það er alltaf gaman að sjá hvað börnin eru áhugasöm um lestur og fylgjast með því hvaða bækur slá í gegn. Starfsfólk bókasafnsins þakkar krökkunum fyrir skemmtilegt sumar og hlakkar til að taka á móti þeim í vetur.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Theodora-1
Yndisgarður
Angelina Belistov
Kópavogur
thorunn-1
Kópavogsbær
hundur
2014
Fyrir Kópavog