Bókasafn Kópavogs í haust

Gunnar Helgason.
Gunnar Helgason.

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi dagskrá.

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Gerður Kristný, skáld og rithöfundur, ríður á vaðið og heimsækir okkur miðvikudaginn 4. september.

Bókaklúbburinn Lesið á milli línanna hittist fyrsta fimmtudag mánaðar og spjallar um yndislestur á léttu nótunum. Allar konur velkomnar meðan húsrúm leyfir.

Hannyrðaklúbbarnir Kaðlín og Garn og gaman hittast alla þriðjudaga og njóta samveru og hannyrða í notalegu umhverfi bókasafnsins með heitt á könnunni.
Hannyrðaklúbbarnir Kaðlín og Garn og gaman hittast alla þriðjudaga og njóta samveru og hannyrða í notalegu umhverfi bókasafnsins með heitt á könnunni.

Viðburðaröðin Tala og spila er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi og er styrkt af Bókasafnasjóði, Nordplus og jafnréttis- og mannréttindasjóði Kópavogsbæjar og í samstarfi við hjálparsamtökin GETA – Get together. Þetta er vettvangur fyrir þau sem tala smá íslensku og vilja æfa sig.

Frekari upplýsingar um þessa og fleiri viðburði má finna á vef bókasafnsins www.bokasafn.kopavogur.is

Sumarlesturinn

Uppskeruhátíð sumarlesturs var haldin með pompi og prakt á Bókasafni Kópavogs fimmtudaginn 22. ágúst. Gunnar Helgason stuðbolti kom, las úr lokabókinni um Stellu sem er væntanleg í haust og dró út í síðasta sinn úr happamiðum sumarlesturs. Öll börn sem mættu fengu einnig gefins endurskinsmerki sem skartar bókasafnskisunni Gloríu.

Sumarlesturinn gekk vonum framar, en í sumar voru lesnar 34% fleiri bækur en síðasta sumar. Það er alltaf gaman að sjá hvað börnin eru áhugasöm um lestur og fylgjast með því hvaða bækur slá í gegn. Starfsfólk bókasafnsins þakkar krökkunum fyrir skemmtilegt sumar og hlakkar til að taka á móti þeim í vetur.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,