Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Bjarki Már Gunnarsson Kópavogsbæ, Atli Már Þorgrímsson og Lea Steinþórsdóttir Ljósleiðaranum, Sigurður Bjarki Rúnarsson eftirlitsmaður frá Versa, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Árni Geir Eyþórsson eigandi Jarðvals.

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals sem sér um jarðvegsvinnu í Vatnsendahvarfi, var Ásdísi innan handar við skóflustunguna  sem tekin var með beltagröfu.  

„Það er virkilega gaman að sjá að hér eru framkvæmdir komnar á fulla ferð, það ríkir mikil eftirvænting í Kópavogi eftir að fá nýtt hverfi í bæinn. Vatnsendahvarfið er vel staðsett á afar fallegum útsýnisstað,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs tók skóflustungu að Hæðarhvarfi með risastórri gröfu.

Um er að ræða 1,1 milljarða króna framkvæmd sem felur í sér lagnir og jarðvinnu undir gatnagerð í Vatnsendahvarfi, nýju hverfi á Vatnsendahæð í Kópavogi. Uppbygging húsa og mannvirkja getur hafist þegar gatna- og lagnagerð er lokið en verkið er unnið í áföngum í samræmi við lóðaúthlutanir Kópavogsbæjar. Fyrsta úthlutun var í júní og var þá um að ræða fjölbýlishúsalóðir. Að jarðvinnu lokinni verður lokafrágangur gatna, svosem malbikun, gangstéttir og opin svæði boðin út. 

Auk fulltrúa Kópavogbæjar voru viðstaddir skóflustunguna fulltrúar frá Ljósleiðaranum en Ljósleiðarinn, Veitur og Míla eru verkkaupar að 15% verksins en hlutur Kópavogsbæjar eru 85%.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að