Hjálparsveit skáta fyrir 16 – 18 ára

Ungliðastarf Hjálparsveitar skáta í Kópavogi er fyrir fólk á aldrinum 16 – 18 ára og tilvalið fyrir þá sem vilja byrja í björgunarsveit en hafa ekki náð 18 ára aldri. Þegar fólk hefur náð 18 ára aldri getur það sótt um að gerast nýliðar í sveitinni. Þá hafa þeir sem starfað hafa í ungliðadeild góðan grunn sem auðvelt er að byggja ofan á.

Ungliðastarf Hjálparsveitar skáta í Kópavogi er fyrir fólk á aldrinum 16 - 18 ára og tilvalið fyrir þá sem vilja byrja í björgunarsveit en hafa ekki náð 18 ára aldri. Þegar fólk hefur náð 18 ára aldri getur það sótt um að gerast nýliðar í sveitinni. Þá hafa þeir sem starfað hafa í ungliðadeild góðan grunn sem auðvelt er að byggja ofan á.
Hressleikinn er alltaf í fyrirrúmi hjá ungliðunum í Hjálparsveit skáta í Kópavogi.

1781875_10152348860388799_259787440_n

Starfið er margþætt; haldnar eru kynningar á starfi sveitarinnar, farið er í ferðir og heimsóknir til annara ungliðadeilda. Ungliðar taka líka þátt í flugeldasölu og ýmsum verkefnum. Sumarið 2015 verður svo farið á landsmót unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þar sem allar unglingadeildir landsins koma saman.

1554379_10152348860903799_2005624669_n 1922521_10152348860283799_1776603659_n 1468765_10152058634718799_1532963670_n
Fundirnir eru haldnir á hverjum mánudegi kl 20:00 í Björgunarmiðstöðinni í Kópavogi sem er staðsett að Bakkabraut 4.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér starfið betur geta sent tölvupóst á thjalfun@hssk.is, hringt í síma 895-4210 eða einfaldlega mætt á mánudögum kl. 20.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í