Hjálparsveit skáta fyrir 16 – 18 ára

Ungliðastarf Hjálparsveitar skáta í Kópavogi er fyrir fólk á aldrinum 16 – 18 ára og tilvalið fyrir þá sem vilja byrja í björgunarsveit en hafa ekki náð 18 ára aldri. Þegar fólk hefur náð 18 ára aldri getur það sótt um að gerast nýliðar í sveitinni. Þá hafa þeir sem starfað hafa í ungliðadeild góðan grunn sem auðvelt er að byggja ofan á.

Ungliðastarf Hjálparsveitar skáta í Kópavogi er fyrir fólk á aldrinum 16 - 18 ára og tilvalið fyrir þá sem vilja byrja í björgunarsveit en hafa ekki náð 18 ára aldri. Þegar fólk hefur náð 18 ára aldri getur það sótt um að gerast nýliðar í sveitinni. Þá hafa þeir sem starfað hafa í ungliðadeild góðan grunn sem auðvelt er að byggja ofan á.
Hressleikinn er alltaf í fyrirrúmi hjá ungliðunum í Hjálparsveit skáta í Kópavogi.

1781875_10152348860388799_259787440_n

Starfið er margþætt; haldnar eru kynningar á starfi sveitarinnar, farið er í ferðir og heimsóknir til annara ungliðadeilda. Ungliðar taka líka þátt í flugeldasölu og ýmsum verkefnum. Sumarið 2015 verður svo farið á landsmót unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þar sem allar unglingadeildir landsins koma saman.

1554379_10152348860903799_2005624669_n 1922521_10152348860283799_1776603659_n 1468765_10152058634718799_1532963670_n
Fundirnir eru haldnir á hverjum mánudegi kl 20:00 í Björgunarmiðstöðinni í Kópavogi sem er staðsett að Bakkabraut 4.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér starfið betur geta sent tölvupóst á thjalfun@hssk.is, hringt í síma 895-4210 eða einfaldlega mætt á mánudögum kl. 20.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn