Hjálparsveit skáta fyrir 16 – 18 ára

Ungliðastarf Hjálparsveitar skáta í Kópavogi er fyrir fólk á aldrinum 16 – 18 ára og tilvalið fyrir þá sem vilja byrja í björgunarsveit en hafa ekki náð 18 ára aldri. Þegar fólk hefur náð 18 ára aldri getur það sótt um að gerast nýliðar í sveitinni. Þá hafa þeir sem starfað hafa í ungliðadeild góðan grunn sem auðvelt er að byggja ofan á.

Ungliðastarf Hjálparsveitar skáta í Kópavogi er fyrir fólk á aldrinum 16 - 18 ára og tilvalið fyrir þá sem vilja byrja í björgunarsveit en hafa ekki náð 18 ára aldri. Þegar fólk hefur náð 18 ára aldri getur það sótt um að gerast nýliðar í sveitinni. Þá hafa þeir sem starfað hafa í ungliðadeild góðan grunn sem auðvelt er að byggja ofan á.
Hressleikinn er alltaf í fyrirrúmi hjá ungliðunum í Hjálparsveit skáta í Kópavogi.

1781875_10152348860388799_259787440_n

Starfið er margþætt; haldnar eru kynningar á starfi sveitarinnar, farið er í ferðir og heimsóknir til annara ungliðadeilda. Ungliðar taka líka þátt í flugeldasölu og ýmsum verkefnum. Sumarið 2015 verður svo farið á landsmót unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þar sem allar unglingadeildir landsins koma saman.

1554379_10152348860903799_2005624669_n 1922521_10152348860283799_1776603659_n 1468765_10152058634718799_1532963670_n
Fundirnir eru haldnir á hverjum mánudegi kl 20:00 í Björgunarmiðstöðinni í Kópavogi sem er staðsett að Bakkabraut 4.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér starfið betur geta sent tölvupóst á thjalfun@hssk.is, hringt í síma 895-4210 eða einfaldlega mætt á mánudögum kl. 20.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að