• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Lýðræði gerist ekki sjálfkrafa

Lýðræði gerist ekki sjálfkrafa
ritstjorn
17/06/2020
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.

Þegar við fögnum sögunni og sjálfstæði er hollt að horfa til framtíðar og hugsa um hvað við ætlum að gera núna sem fagnað verður í framtíðinni. Hvað getur verið betra en að vinna að betri framtíð með fólkinu sem mun njóta hennar. Ungmennaráð er  gríðarlega öflugt tækifæri fyrir næstu kynslóð Íslendinga til þess að hafa áhrif á tækifæri framtíðarinnar en í Kófi dagsins í dag er framtíðarsýnin dálítið óljós.

Nýlega fundaði bæjarstjórn með ungmennaráði Kópavogs þar sem þau lögðu fram tillögur sem þau höfðu unnið í framhaldi af ungmennaþingi. Í einni tillögunni var fjallað um mikilvægi þess að auka og samræma kennslu í fjármálalæsi, í bæði grunn- og framhaldsskólum. Í framhaldi af því sendi ég fyrirspurn á menntaráð og bað um samantekt á kennslu fjármálalæsis sem nú þegar er til staðar í Kópavogi, sundurliðað fyrir hvern skóla, sem við getum svo unnið út frá þegar við hittumst aftur í haust. Ef það er eitthvað sem núverandi ástand ætti að kenna okkur er að framtíðin þarf að vera byggð á sjálfbærni. Fjárhagslegri sjálfbærni, umhverfislegri og lýðræðislegri.

Albert Einstein sagði einu sinni að vaxtavextir væru máttugasta afl í heiminum og kallaði þá áttunda undur veraldar. Þau sem skilja þá, græða á þeim og þau sem skilja þá ekki greiða fyrir það.

Þegar ég var í grunnskóla var ekkert fjallað um þetta áttunda undur veraldar, en þeim mun meira fjallað um þessi klassísku sjö. Ekki var heldur fjallað um annan fasta mannlegrar tilveru, eins og gerð skattframtals, hvað þá húsnæðislán. Samt eru þetta griðarlega mikilvægir hlutir í samfélaginu okkar.

Fjármálalæsi þarf að kenna ungmennum áður en þau verða fjárráða. Alveg eins og maður þarf próf til að keyra vörubíl áður en maður byrjar að keyra hann út um allan bæ. Fjármálalæsi er ekki bara nauðsynlegt fyrir skattframtöl og húsnæðiskaup heldur er fjármálalæsi nauðsynlegur hluti af lýðræði nútímans. Við þurfum að skilja áhrif vaxta og vaxtavaxta í lýðræðislegri umræðu um verðtryggingu og lán. Við þurfum að þekkja skuldbindingar og ábyrgðir og við þurfum að fá að æfa okkur áður en við tökumst á við þær áskoranir í alvörunni. Þess vegna er tillaga ungmennaráðs nauðsynleg og góð. 

Lýðræði gerist ekki sjálfkrafa. Samfélagssáttmálinn byggist á samtali, samþykki og samvinnu. Eflum kennslu um lýðræði, heimspeki og samfélagsmál og þjálfun í gagnrýnni hugsun og lýðræðislegum vinnubrögðum á öllum skólastigum. Því lýðræðið er miklu meira en bara kosningar. Það snýst um virka þátttöku allra. Líka þeirra sem eru ekki með kosningarétt því framtíðin er þrátt fyrir allt þeirra. 
Gleðilega þjóðhátíð!

Efnisorðfeaturedumræðan
Aðsent
17/06/2020
ritstjorn

Efnisorðfeaturedumræðan

Meira

  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.