Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og stækkun á leiksvæði við Menningarhúsin er meðal þess sem íbúar Kópavogs völdu áfram í kosningum í verkefninu Okkar Kópavogur 2024-2025.

Rafrænar kosningar í verkefninu hófust þann 23. janúar síðastliðinn og lauk á hádegi þann 4. febrúar. Á kjörskrá voru 34.982 íbúar og alls kusu 3540 íbúar, eða 10,1% kjósenda.

Kópavogur hefur hlotið viðurkenningu UNICEF sem barnvænt sveitarfélag og var ungmennum fæddum árið 2011 og eldri boðið að taka þátt í kosningum. Ungmennin þurftu rafræn skilríki til að kjósa.

Alls komust 15 hugmyndir af samtals 67 áfram í kosningunni. Allt að 340 milljónum verður varið í framkvæmdirnar árin 2025-2027.

Verkefni sem voru valin

  • Sauna í Sundlaug Kópavogs
  • Vélfryst skautasvell í Kópavogsdal
  • Aðstaða til sjósunds á Kársnesi
  • Kópavogsdalur – jóla, skammdegislýsing
  • Bætti lýsing við gangbrautir
  • Leiksvæði við Menningarhúsin – endurnýjun og stækkun
  • Útivistarsvæði – ávaxtatré og berjarunnar
  • Sundlaug Kópavogs – yfirbyggður stigi við rennibraut
  • Minningarbekkir um Bryndísi Klöru 
  • Infrarauð sauna í Salalaug
  • Salalaug – yfirbyggður stigi við rennibraut
  • Sauna í Salalaug
  • Arnarnesvegur við Rjúpnasali – planta trjágróðri í mön
  • Kórinn – göngustígur að Þingum

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar