Öruggt heilbrigðiskerfi

Alma D. Möller, Kópavogsbúi, oddviti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi og Jóna Þórey Pétursdóttir, Kópavogsbúi, skipar 5. sæti.

Heilbrigðismál er það málefni sem flestir nefna að skipti máli í komandi kosningum samkvæmt nýrri könnun Gallup. Því miður er innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu líkt og víðar í samfélaginu. Því lengur sem dregst að bæta úr, þeim mun erfiðara og dýrara verður það. Óhætt er að fullyrða að enginn stjórnmálaflokkur leggur eins mikla áherslu á heilbrigðismálin og Samfylkingin. Stefna flokksins nefnist Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu og er fengin í gegnum samtal við almenning og fagfólk um land allt. 

Aðgerðirnar skiptast í fimm þætti: 1. Að fólk fái fastan heimilislækni/ heimilisteymi en rannsóknir sýna að það minnkar líkur á spítalainnlögn, bætir lífsgæði og árangur þjónustunnar. Heimilislæknar eru allt of fáir og því ljóst að nýta þarf betur krafta annarra starfsstétta svo allir fái tengilið við kerfið. 2. Þjóðarátak í umönnun eldra fólks er lykilatriði fyrir framtíð heilbrigðiskerfisins en skortur er á viðeigandi úrræðum. Afleiðingarnar eru að eldra fólk er inniliggjandi á spítala mun lengur en það þarf sem er slæmt fyrir lífsgæði þeirra og verðum við að fara betur með  almannafé en að nýta dýrasta úrræði heilbrigðiskerfisins, spítalana, þannig. Brýnt er að bæta úr skorti á hjúkrunarrýmum auk þess sem efla þarf hvers kyns heimaþjónustu og heilsueflingu eldri borgara til að tryggja lífsgæði og lengri sjálfstæða búsetu. 3. Jafna þarf aðgengi á landsbyggðinni. 4. Bæta þarf starfsaðsæður okkar framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólks svo það fái meiri tíma með sjúklingnum. 5. Við þurfum að taka ábyrgð á heilbrigðiskerfinu í heild. Fleira mætti nefna en í stað þess að lofa að leysa staka biðlista lítum við á heildarmyndina. Með því að styrkja grunnþjónustu og þjónustu við eldra fólk mun losna um í kerfinu, álagi er dreift og sérhæfðari þjónusta verður aðgengilegri.

Kæri kjósandi, Samfylkingin er tilbúin með plan til að bæta heilbrigðiskerfið og óskar því eftir stuðningi þínum í komandi kosningum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar