Öruggt heilbrigðiskerfi

Alma D. Möller, Kópavogsbúi, oddviti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi og Jóna Þórey Pétursdóttir, Kópavogsbúi, skipar 5. sæti.

Heilbrigðismál er það málefni sem flestir nefna að skipti máli í komandi kosningum samkvæmt nýrri könnun Gallup. Því miður er innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu líkt og víðar í samfélaginu. Því lengur sem dregst að bæta úr, þeim mun erfiðara og dýrara verður það. Óhætt er að fullyrða að enginn stjórnmálaflokkur leggur eins mikla áherslu á heilbrigðismálin og Samfylkingin. Stefna flokksins nefnist Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu og er fengin í gegnum samtal við almenning og fagfólk um land allt. 

Aðgerðirnar skiptast í fimm þætti: 1. Að fólk fái fastan heimilislækni/ heimilisteymi en rannsóknir sýna að það minnkar líkur á spítalainnlögn, bætir lífsgæði og árangur þjónustunnar. Heimilislæknar eru allt of fáir og því ljóst að nýta þarf betur krafta annarra starfsstétta svo allir fái tengilið við kerfið. 2. Þjóðarátak í umönnun eldra fólks er lykilatriði fyrir framtíð heilbrigðiskerfisins en skortur er á viðeigandi úrræðum. Afleiðingarnar eru að eldra fólk er inniliggjandi á spítala mun lengur en það þarf sem er slæmt fyrir lífsgæði þeirra og verðum við að fara betur með  almannafé en að nýta dýrasta úrræði heilbrigðiskerfisins, spítalana, þannig. Brýnt er að bæta úr skorti á hjúkrunarrýmum auk þess sem efla þarf hvers kyns heimaþjónustu og heilsueflingu eldri borgara til að tryggja lífsgæði og lengri sjálfstæða búsetu. 3. Jafna þarf aðgengi á landsbyggðinni. 4. Bæta þarf starfsaðsæður okkar framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólks svo það fái meiri tíma með sjúklingnum. 5. Við þurfum að taka ábyrgð á heilbrigðiskerfinu í heild. Fleira mætti nefna en í stað þess að lofa að leysa staka biðlista lítum við á heildarmyndina. Með því að styrkja grunnþjónustu og þjónustu við eldra fólk mun losna um í kerfinu, álagi er dreift og sérhæfðari þjónusta verður aðgengilegri.

Kæri kjósandi, Samfylkingin er tilbúin með plan til að bæta heilbrigðiskerfið og óskar því eftir stuðningi þínum í komandi kosningum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,