Höfundur: Magnús Helgi Björgvinsson. Greinin birtist upphaflega hér.
Það er ýmislegt sem er að gerast í bænum ykkar sem vert er að skoða!
Mér er efst í huga að allt í einu núna í júní á að rjúka í að versla þrjár hæðir í Norðurturninum sem hefur verið öllum til ama frá því að byggingin hófst.
En það sem vekur mér furðu er leyndin sem hefur verið á bak við þessa vinnu. Engir valkostir voru kynntir og engin bæjarbúi var spurður.
Og af því að bæjarstjórn frestaði að taka ákvörðun um þetta mál á síðasta fundi þá tók bæjarstjóri sig til og sleppti því að bæjarstjórn fengi sumarfrí eins og hefur alltaf verið.
Þetta offors í honum vekur grunsemdir að málið sé komið lengra en hann sagði, að eitthvað búi að baki annað en hagsmunir bæjarins. Maður fær svona ónotatilfinningu.
Á vef bæjarins er hægt að lesa skýrslu Mannvits sem var unnin fyrir bæinn og vekur það furðu að þar telur Mannvit sig geta áætlað söluverð Fannborgar upp á rúmar 1.100 milljónir og svo kaupverð í Norðurturni upp á 1.450 milljónir. Sem líka er skrítið þar sem að bæjarstjóri sagði að hann væri að óska eftir leyfi bæjarstjórnar til að ganga til samninga um kaupin. Þetta eru óvenju nákvæmar tölur í ljósi þess að hann sagðist ekki vita hvað verðið yrði og heldur um söluvirði Fannborgar.
Eins eru í skýrslunni rök sem halda varla vatni í ljósi þess að Ármann sagði að ekki yrði ljóst hvað yrði byggt í Fannborg. En í máli Ármanns kom fram að væntur ávinningu af því að fólk mundi flytja í Fannborg í íbúðir þar væru upp undir 2 milljarðar. Því þar mundi flytja fólk sem borgaði útsvar og bætti nýtingu á skólum og götum bæjarins. Þetta er náttúrulega út í hött! Nema að hann sé sérstaklega búinn að semja við einhvern sem kemur til með að fá Fannborg.
Ef fólk veit það ekki var Félagsheimili Kópavogs í Fannborg og Kópavogbíó var í á sínum tíma byggt fyrir fé sem bæjarbúar söfnuðu fyrir á sínum tíma. Þetta hús var byggt um 1960. Mér sýnist að menn tali nú um að rífa það samkvæmt þessu. Helst röksemd fyrir nýju húsnæði er að það gæti kostað 2 til 300 milljónir að gera það upp núna, meðal annars vegna þess að efsta hæðin er úr sér gengin.
Það er líka furðulegt að nú telur bærin sig geta komist af með 1000 fm. minna húsnæði en það notar í dag. Þá er ákaft vísað í nýju tískuna að hafa opin rými þar sem starfsfólki er raðað á bása eða starfsstöðvar í opnu rými. Sem ég held að sér stórlega ofmetin hugmynd þó að sumstaðar eigi hún við í smærri hópum.
Þá vekur furðu að bærinn skuli ætla sér í turn í verslunarmiðstöð þar sem óskyld starfssemi verður á tólf hæðum en bærinn verður með þrjár hæðir. Því verður erfitt að stækka við sig ef að útreikningar um stærðarþörf standast ekki, til að mæta aukinni þjónustu þegar bæjarbúum fjölgar.
Þá kemur fram í þessari skýrslu að umtalsvert pláss megi spara með minni geymslum. Bíddu, í hvað hafa þær þá verið notaðar?
Þá er athyglisvert að lögð er rík áhersla á að starfsfólk fái sturtur og búningsklefa svo það geti hjólað í vinnuna. Og svo heppilega vill til að það er í Norðturninum í einhverjum kjallara.
Nú svo er jú Kópavogur með skuldugustu sveitarfélögum landsins og ef það er satt að engir leynisamningar um sölu bygginga í Fannborg séu á borðinu þá veit bærinn ekki hvort að þær seljast eða hvað fæst fyrir þær. Í þessari tillögu sem var frestað á síðasta bæjarstjórnafundi var verið að biðja um heimild til að gefa út skuldabréf upp á 1,5 milljarð til þessar kaupa. Sem er svo aftur furðulegt ef að bærinn reiknar á sama tíma að fá nærri 1,2 milljarða fyrir Fannborg.
Maður hefur nú síðustu daga heyrt gróusögur um hugsanlegar skýringar á þessum kaupum!
En aðallega fer það í tugarnar á mér að okkur er ekkert kynnt þetta mál. Og annar fulltrúi Bjartrar Framtíðar talaði á bæjarstjórnafundi að þetta mál væri aðallega milli meirihlutans og bæjarstarfsmanna! Almenningi í Kópavogi kæmi þetta bara ekkert við.
Það eru þrír möguleikar í stöðunni:
1) Gera upp þessi þrjú hús sem bæjarskrifstofurnar eru í. Það gæti kostað skildinginn en hugsanlega væri hægt að gera það í ákveðnum skrefum.
2) Byggja nýtt húsnæði sem væri þá klæðskerasniðið fyrir bæinn.
3) Kaupa húsnæði. Hugsanlega í þessum turni en þá þarf að tryggja að þetta sé ekki enn eitt leynimakkið á milli sjálfstæðismanna og einhverra vina þeirra. Það ganga einhverjar grousögur en þær eru óstaðfestar og ekki víst að það sé fótur fyrir þeim.
Eins vekur það furðu að meirihluti bæjarstjórnar ætlar að ákveða hvað á að koma í staðinn í Fannborg án þess að spyrja Kópavogsbúa sjálfa að því.
Aðallega vil ég að svona hugmyndir séu kynntar okkur almennilega; um kosti og galla en ekki látið leka í litla frétt í Kópavogsblaðið í febrúar og það sé bara látið duga.
Skýrsluna frá Mannviti má sjá hér
Hér er hægt að sjá upplýsingar um Norðurturnin í Smáralindinni