Miðstöð menningar og vísinda

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.

Fyrir réttu ári síðan ákvað bæjarstjórn að ráðast í algjöra endurhönnun á rýminu sem hýsir Náttúrufræðistofu og barnabókadeild Bókasafns Kópavogs. Nú er komið að opnun þessa glæsilega rýmis þar sem saman koma í einum stað glæný sýning á undraheimi úr safneign Náttúrufræðistofu Kópavogs og skapandi les- og leikrými í barnabókadeildinni sem býður upp á ótal möguleika fyrir börn og fjölskyldur. 

Auk þess er í rýminu glæsilegt smiðjurými sem mun nýtast öllum menningarhúsunum til að taka á móti hópum og skipuleggja menningarstarf og viðburði af ólíkum toga. Þessi miðstöð menningar og vísinda er einstök ef litið er til samlegðar alls þess glæsilega menningarstarfs sem fram fer í Kópavogi og þess vegna er vel við hæfi að færa Kópavogsbúum hana á afmælisdegi bæjarins. 

Sérstaklega hefur vel tekist til með hönnun safnsins og vandað vel til verksins enda viðbúið að bæjarbúar munu venja komur sínar oft í þessar glæsilegu vistarverur menningar og vísinda. Birta og litagleði flæðir um rýmið og alltaf er hægt að uppgötva eitthvað nýtt í hverri heimsókn því til stendur að bæta við sýningu og upplifun gesta jafnt og þétt. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem