Miðstöð menningar og vísinda

Fyrir réttu ári síðan ákvað bæjarstjórn að ráðast í algjöra endurhönnun á rýminu sem hýsir Náttúrufræðistofu og barnabókadeild Bókasafns Kópavogs. Nú er komið að opnun þessa glæsilega rýmis þar sem saman koma í einum stað glæný sýning á undraheimi úr safneign Náttúrufræðistofu Kópavogs og skapandi les- og leikrými í barnabókadeildinni sem býður upp á ótal möguleika fyrir börn og fjölskyldur. 

Auk þess er í rýminu glæsilegt smiðjurými sem mun nýtast öllum menningarhúsunum til að taka á móti hópum og skipuleggja menningarstarf og viðburði af ólíkum toga. Þessi miðstöð menningar og vísinda er einstök ef litið er til samlegðar alls þess glæsilega menningarstarfs sem fram fer í Kópavogi og þess vegna er vel við hæfi að færa Kópavogsbúum hana á afmælisdegi bæjarins. 

Sérstaklega hefur vel tekist til með hönnun safnsins og vandað vel til verksins enda viðbúið að bæjarbúar munu venja komur sínar oft í þessar glæsilegu vistarverur menningar og vísinda. Birta og litagleði flæðir um rýmið og alltaf er hægt að uppgötva eitthvað nýtt í hverri heimsókn því til stendur að bæta við sýningu og upplifun gesta jafnt og þétt. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og oddviti í suðvesturkjördæmi.
strengir
rannveig 4
ÍK hlaupið
Hamraborgarhátíð 2013                   (12).JPG
karen 2014 3
Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi
Bryndis Kristjánsdóttir og Rakel Svavarsdóttir með verðlaunagrip frá Nótunni.
Vortónleikar 2021