Gunnarshólmi: óboðleg vinnubrögð

Horft yfir Gunnarshólma. Mynd: Aðsend
Horft yfir Gunnarshólma. Mynd: Aðsend

Það þarf ekki að vera neitt óeðlilegt við það að bæjaryfirvöld taki til athugunar hugmyndir eða tillögur utanaðkomandi aðila varðandi rekstur eða skipulag bæjarins. En að fara í viðræður og gefa út sameiginlega viljayfirlýsingu með honum um framkvæmdir án þess að málið hafi verið kynnt og rætt innan bæjarstjórnar er forkastanlegt. Þessi vinnubrögð verða svo enn fráleitari þegar hugað er að umfangi og eðli verkefnisins.

Í fyrsta lagi: Áætlað er að byggja nýtt hverfi með um 5000 íbúðum, 1200 hjúkrunarrýmum og heilsukjarna. Þetta er sem sagt gífurlega umfangsmikið verkefni. Gert er ráð fyrir um 7500 íbúum í þessu nýja hverfi, en það jafngildir tæplega 20% af núverandi íbúafjölda Kópavogs.

Í öðru lagi: Þetta hverfi á að vera talsvert utan við núverandi byggð og er verulegt frávik frá þeirri stefnu sem fylgt hefur verið að undanförnu á höfuðborgarsvæðinu um þéttingu byggðar. Í þriðja lagi: Þetta er lagt upp sem byggð fyrir 60 ára og eldri, sem er alger nýjung í málefnum eldri borgara hér á landi og gengur þvert gegn hugmyndum margra um frekari samþættingu aldurshópa.

Í þriðja lagi: Þetta er lagt upp sem byggð fyrir 60 ára og eldri, sem er alger nýjung í málefnum eldri borgara hér á landi og gengur þvert gegn hugmyndum margra um frekari samþættingu aldurshópa.

Í fjórða lagi: Gert er ráð fyrir að hagnaðardrifið einkafyrirtæki muni sjá um þessa uppbyggingu og rekstur, þar á meðal rekstur hjúkrunarrýma og heilbrigðisþjónustu.

Í fimmta lagi: Þetta hverfi á að byggja innan vatnsverndarmarka, það er að segja á svokölluðu öryggissvæði vegna grunnvatns. Það síðastnefnda er kannski fyrst og fremst spurning um mat þar til bærra sérfræðinga en hin atriðin eru öll hápólitísk og krefjast vandaðrar og víðtækrar pólitískrar umræðu auk álits sérfræðinga, bæði í málefnum eldri borgara og skipulagsmálum og samgöngumálum.

Þessar hugmyndir eru að mestu leyti afar vafasamar, en nánari umfjöllun um það verður að bíða. Hins vegar þarf ekki að hafa fleiri orð um að þessi vinnubrögð eru gersamlega fráleit, ósvífin og óboðleg.

-Einar Ólafsson, stjórnarmaður í félagi Vinstri grænna í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,