Gunnarshólmi: óboðleg vinnubrögð

Það þarf ekki að vera neitt óeðlilegt við það að bæjaryfirvöld taki til athugunar hugmyndir eða tillögur utanaðkomandi aðila varðandi rekstur eða skipulag bæjarins. En að fara í viðræður og gefa út sameiginlega viljayfirlýsingu með honum um framkvæmdir án þess að málið hafi verið kynnt og rætt innan bæjarstjórnar er forkastanlegt. Þessi vinnubrögð verða svo enn fráleitari þegar hugað er að umfangi og eðli verkefnisins.

Í fyrsta lagi: Áætlað er að byggja nýtt hverfi með um 5000 íbúðum, 1200 hjúkrunarrýmum og heilsukjarna. Þetta er sem sagt gífurlega umfangsmikið verkefni. Gert er ráð fyrir um 7500 íbúum í þessu nýja hverfi, en það jafngildir tæplega 20% af núverandi íbúafjölda Kópavogs.

Í öðru lagi: Þetta hverfi á að vera talsvert utan við núverandi byggð og er verulegt frávik frá þeirri stefnu sem fylgt hefur verið að undanförnu á höfuðborgarsvæðinu um þéttingu byggðar. Í þriðja lagi: Þetta er lagt upp sem byggð fyrir 60 ára og eldri, sem er alger nýjung í málefnum eldri borgara hér á landi og gengur þvert gegn hugmyndum margra um frekari samþættingu aldurshópa.

Í þriðja lagi: Þetta er lagt upp sem byggð fyrir 60 ára og eldri, sem er alger nýjung í málefnum eldri borgara hér á landi og gengur þvert gegn hugmyndum margra um frekari samþættingu aldurshópa.

Í fjórða lagi: Gert er ráð fyrir að hagnaðardrifið einkafyrirtæki muni sjá um þessa uppbyggingu og rekstur, þar á meðal rekstur hjúkrunarrýma og heilbrigðisþjónustu.

Í fimmta lagi: Þetta hverfi á að byggja innan vatnsverndarmarka, það er að segja á svokölluðu öryggissvæði vegna grunnvatns. Það síðastnefnda er kannski fyrst og fremst spurning um mat þar til bærra sérfræðinga en hin atriðin eru öll hápólitísk og krefjast vandaðrar og víðtækrar pólitískrar umræðu auk álits sérfræðinga, bæði í málefnum eldri borgara og skipulagsmálum og samgöngumálum.

Þessar hugmyndir eru að mestu leyti afar vafasamar, en nánari umfjöllun um það verður að bíða. Hins vegar þarf ekki að hafa fleiri orð um að þessi vinnubrögð eru gersamlega fráleit, ósvífin og óboðleg.

-Einar Ólafsson, stjórnarmaður í félagi Vinstri grænna í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

vatnsendi
Ólafur Þór Gunnarsson
HKLOGO
Lukka
Jón úr Vör
bjorn
Halsatorg_eftir
Björt framtíð
Vinir1