Sóley heimsmeistari

Sóley sigraði mótið með miklum yfirburðum og vann til verðlauna í öllum greinum. Hlaut hún gullverðlaun í hnébeygju og silfurverðlaun í bekkpressu og réttstöðulyftu. Ljósmynd: Þóra Hrönn Njálsdóttir.

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem fram fara í Kína á næsta ári. Sóley sigraði mótið með miklum yfirburðum og vann til verðlauna í öllum greinum. Hlaut hún gullverðlaun í hnébeygju og silfurverðlaun í bekkpressu og réttstöðulyftu.

Sóley hlaut gullverðlaun í hnébeygju og silfurverðlaun í bekkpressu og réttstöðulyftu. Ljósmynd: Þóra Hrönn Njálsdóttir.

Í hnébeygju lyfti Sól­ey fyrst 257,5 kg, tók næst 277,5 kg og endaði á 282,5 kg sem er nýtt Íslandsmet og var strax komin með forystu í flokknum eftir fyrstu grein.

Í bekkpressu opnaði hún á 192.5 kg og fór því næst í 200 kg en sú lyfta var dæmd ógild. Hún fór aftur í þá þyngd í þriðju tilraun og fékk hana gilda og bætti eigið Íslandsmet um 7.5 kg.

Í réttstöðulyftu byrjaði hún á þvi að lyfta 200 kg sem var gild lyfta. Hún tók síðan 215 kg í annarri lyftu og í þriðju lyftu náði hún að klára 227.5 kg og hafði þá samanlagt lyft 710 kg sem er nýtt heimsmet unglinga í samanlögðum árangri og tryggt sér heimsmeistaratitilinn.

Heimsmeistaratitill, tvö gull, tvö silfur, eitt heimsmet, keppnisréttur á Heimsleikunum og þrjú Íslandsmet. Sannarlega frábær árangur!

Sóley Margrét undirbýr sig fyrir hnébeygju þar sem hún setti nýtt Íslandsmet. Ljósmynd: Þóra Hrönn Njálsdóttir.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,