Ungir og gamlir Íslandsmeistarar

Íslandsmót unglinga var haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli helgina 16.-17. mars. Mótið var vel heppnað. HK endaði með tvo Íslandsmeistaratitla undir tryggri leiðsögn Bjarna þjálfara. Benedikt Darri Malmquist varð Íslandsmeistari hnokka 11 ára og yngri. HK tók tvo efstu sætin í tvíliðakeppni pilta 13 ára og yngri. Eftir æsispennandi baráttu urðu Benedikt Darri og Sindri Þór Rúnarsson úr HK Íslandsmeistarar og Brynjar Gylfi og Jörundur Steinar úr HK fengu silfur.

Undir lok janúar var haldið Íslandsmót í flokkakeppni unglinga á Selfossi. Í flokki pilta 13 ára og yngri stóð HK uppi sem Íslandsmeistari. Þar voru saman í liði Benedikt Darri Malmquist og Sindri Þór Rúnarsson. HK átti einnig lið í 3-4 sæti. Í flokki drengja 16-18 ára var lið HK í öðru sæti. 

Á Íslandsmóti öldunga þann 24 febrúar stóð Bjarni Þorgeir Bjarnason, HK uppi sem Íslandsmeistari í einliðlaleik karla 50-59 ára og tvíliðaleik karla 50-59 ára. Mariusz Rosinski og Örn Þórðarson, HK, urðu íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla 40-49 ára. Mariusz Rosinski, HK varð í öðru sæti í einliðaleik karla 40-49 ára. Amid Derayat, HK varð í þriðja til fjórða sæti í einliðaleik karla 60-69 ára.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar