Ungir og gamlir Íslandsmeistarar

Íslandsmót unglinga var haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli helgina 16.-17. mars. Mótið var vel heppnað. HK endaði með tvo Íslandsmeistaratitla undir tryggri leiðsögn Bjarna þjálfara. Benedikt Darri Malmquist varð Íslandsmeistari hnokka 11 ára og yngri. HK tók tvo efstu sætin í tvíliðakeppni pilta 13 ára og yngri. Eftir æsispennandi baráttu urðu Benedikt Darri og Sindri Þór Rúnarsson úr HK Íslandsmeistarar og Brynjar Gylfi og Jörundur Steinar úr HK fengu silfur.

Undir lok janúar var haldið Íslandsmót í flokkakeppni unglinga á Selfossi. Í flokki pilta 13 ára og yngri stóð HK uppi sem Íslandsmeistari. Þar voru saman í liði Benedikt Darri Malmquist og Sindri Þór Rúnarsson. HK átti einnig lið í 3-4 sæti. Í flokki drengja 16-18 ára var lið HK í öðru sæti. 

Á Íslandsmóti öldunga þann 24 febrúar stóð Bjarni Þorgeir Bjarnason, HK uppi sem Íslandsmeistari í einliðlaleik karla 50-59 ára og tvíliðaleik karla 50-59 ára. Mariusz Rosinski og Örn Þórðarson, HK, urðu íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla 40-49 ára. Mariusz Rosinski, HK varð í öðru sæti í einliðaleik karla 40-49 ára. Amid Derayat, HK varð í þriðja til fjórða sæti í einliðaleik karla 60-69 ára.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Samkor-1
Pétur – Aníta DSC_1070
Syslumadur
Kópavogur
Safnanótt_mynd
Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Adventa2014_3
Sigurbjorg-1
Birkir Jón