Úthlutuðu 20 milljónum

Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi og Elísabet B. Sveinsdóttir formaður lista- og menningarráðs tilkynntu um styrkhafa við hátíðlega athöfn sem fór fram í Bókasafni Kópavogs að viðstöddu lista- og menningarráði og gestum.

Lista- og menningarráð úthlutaði 20 milljónum til 19 einstaklinga og félagasamtaka en úthlutanir ráðsins voru kynntar í síðustu viku. Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi og Elísabet B. Sveinsdóttir formaður lista- og menningarráðs tilkynntu um styrkhafa við hátíðlega athöfn sem fór fram í Bókasafni Kópavogs að viðstöddu lista- og menningarráði og gestum.  

Hæsta styrkinn hlaut Hamraborg festival sem styrkt var um átta milljónir króna. Hamraborg Festival er einn af hápunktum menningarárs Kópavogsbæjar og er stærsta listahátíð sinnar gerðar á Íslandi. Hátíðin mætir af krafti í fimmta sinn dagana 29. ágúst – 5. september 2025 og býður upp á menningarveislu sem er opin öllum óháð kyni uppruna eða fjárhag.

Stjórnendur Hamraborg festival eru þau Agnes Ársælsdóttir, Jo Pawlowska, Sveinn Snær Kristjánsson og á næsta ári mun Pétur Eggertsson svo bætast við stjórnendateymi hátíðarinnar. 

Kraðak ehf. hlaut þrjár og hálfa milljón fyrir jóladagskrána Jólalundur sem fram fer í Guðmundarlundi í þriðja skiptið á næsta ári. Þar er börnum og fjölskyldum boðið upp á ókeypis afar vandaða jóladagskrá fjóra sunnudaga á aðventunni. 

Pétur Eggertsson hlaut 800.000 krónur fyrir nýja tónleikaröð sem nefnist Kátt á línunni og fer fram á Café Catalinu. Á tónleikunum er boðið upp á fjölbreytt úrval af rokk-, raf- og grasrótartónlist. Hátíðin hefst á morgun en tónleikarnir verða haldnir þriðja fimmtudag hvers mánaðar.

Anna Elísabet Sigurðardóttir og tónlistarhópurinn Negla hlaut 800.000 krónur, en hópurinn mun flytja og kynna klassíska tónlist víða um bæinn fyrir áheyrendur á öllum aldri. 

Lista yfir aðra styrkhafa má sjá á vef Kópavogsbæjar. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,