• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Heiðurslistamaður og bæjarlistamenn útnefndir

Heiðurslistamaður og bæjarlistamenn útnefndir
ritstjorn
11/05/2014
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Salka Sól Eyfeld og Tinna Sverrisdóttir í hljómsveitinni Tazmaniu, Theódór Júlíusson og Karen E. Halldórsdóttir formaður lista- og menningarráðs í Kópavogi við athöfn í Gerðarsafni þegar tilkynnt var um val á heiðurslistamanni og bæjarlistamanni Kópavogs 2014. Mynd: Kopavogur.is

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Salka Sól Eyfeld og Tinna Sverrisdóttir í hljómsveitinni Tazmaniu, Theódór Júlíusson og Karen E. Halldórsdóttir formaður lista- og menningarráðs í Kópavogi við athöfn í Gerðarsafni þegar tilkynnt var um val á heiðurslistamanni og bæjarlistamanni Kópavogs 2014. Mynd: Kopavogur.is

Theódór Júlíusson leikari var í dag útnefndur heiðurslistamaður Kópavogs. Á sama tíma voru  þrjár listakonur útnefndar bæjarlistamenn, þær Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Tinna Sverrisdóttir og Salka Sól Eyfeld. Þær skipa hljómsveitina Tazmania og verður samningur gerður við þær um að taka þátt í fræðslu – og menningarstarfi skólabarna í Kópavogi haust. Þetta kemur fram á vef Kópavogsbæjar, kopavogur.is

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar upplýsti þetta við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni, listasafni Kópavogs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, afhentu listamönnunum blóm og heiðurslistamanninum kantalúpu Gerðar Helgadóttur, sem er tákn bæjarins til heiðurslistamanna.

Karen sagði að lista- og menningarráð vildi með útnefningu heiðurlistamanns sýna Theódór þakklæti fyrir ómetanlegt ævistarf sem auðgað hefði  menningar- og listalíf bæjarbúa sem og allra landsmanna.

„Það er mikil vegsemd að vera útnefndur heiðurslistamaður af bæjarfélagi sínu. Ég tala nú ekki um bæjarfélag eins og Kópavog þar sem menningin blómstrar,“ sagði Theódór í ræðu sinni við tækifærið.

Karen sagði að með vali á bæjarlistamönnunum vildi lista- og menningarráð hampa ungu og efnilegu listafólki og gefa því um leið kost á að miðla list sinni og sköpun til skólabarna. Hljómsveitin Tazmania væri skipuð listakonum sem væru óhræddar við að feta nýjar slóðir og takast á við flókin samfélagsleg viðfangsefni.

„Við getum ekki beðið eftir því að taka til starfa,“ sögðu listakonurnar í Tazmaniu.

Lista- og menningarráð hefur útnefnt heiðurslistamann á þessum afmælisdegi bæjarins frá árinu 1988 en í fyrsta sinn nú er samhliða verið að velja bæjarlistamenn. Með fyrrnefnda valinu er verið að heiðra listamann fyrir ævistarfa en með því síðranefndar er verið að velja unga og efnilega listamenn til að sinna tilteknu fræðslu- og menningarstarfi.

Nánar um listamennina:

Theódór Júlíusson er fæddur 21. ágúst árið 1949 á Siglufirði þar sem hann ólst upp með foreldrum sínum og tveimur bræðrum. Konan hans Guðrún Stefánsdótt er einnig frá Siglufirði og eiga þau fjórar dætur og sjö barnabörn. Fjölskyldan fluttist á Þinghólsbraut í Kópavogi árið 1990 og hafa þau hjón verið þar allar götur síðan.

Theódór er með Diploma í leiklist frá The Drama Studio London. Hann hefur m.a. starfað hjá Leikfélagi Akureyrar og í Borgarleikhúsinu og leikið þar fjölda hlutverka. Hann hefur þrisvar verið tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir hlutverk sín í Puntilla og Matta, Söngleiknum Ást og Fjölskyldunni.

Theodór hefur auk þess leikstýrt fjölda sýninga og  leikið í ótal útvarpsleikritum, sjónvarps- og kvikmyndum, til að mynda Englum alheimsins, Hafinu, Ikingút, Mýrinni, Sveitabrúðkaupi, Reykjavík-Rotterdam og Eldfjalli, en fyrir hlutverk sitt þar hlaut hann verðlaun sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni Eurasia í Kazakstan og á kvikmyndahátíðinni í Sao Paulo.

Hljómsveitin Tazmania hefur verið starfandi í um hálft ár en allar hafa þær þrjár sem skipa  hljómsveitina unnið að listsköpun í langan tíma. Tvær þeirra eru aldar upp í Kópavogi. Þær Þuríður, Tinna og Salka eru menntaðar í leiklist en hreyfingin Reykjavíkurdætur leiddi þær saman. Þær komu fram á ljóðahátíð Kópavogsbæjar í janúar síðastliðnum þar sem þær röppuðu um konur sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Einnig lásu þær upp verðlaunaljóð hátíðarinnar.

Efnisorð
Fréttir
11/05/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Ný sundlaug í Fossvogsdal

    Dagur B. Eggertsson borgastjóri Reykjavíkur og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, leggja til að samþykkt verði að...

    ritstjorn 11/03/2021
  • Lesa meira
    Nýsköpunarsetur í Kópavogi fær nafnið SKÓP

    Markaðsstofa Kópavogs opnar á næstu dögum nýsköpunarsetur í Kópavogi í samstarfi við Kópavogsbæ og atvinnulífið í bænum,...

    ritstjorn 10/03/2021
  • Lesa meira
    Álmu í Álfhólsskóla, Hjalla, lokað vegna myglu

    Einni álmu Álfhólsskóla var lokað frá og með fimmtudeginum 4.mars s.l vegna myglu sem greindist í þaki...

    ritstjorn 10/03/2021
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Ný sundlaug í Fossvogsdal
    Fréttir11/03/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • Vortónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs
    Mannlíf05/04/2021
  • Bæjarfulltrúar uppi á borðum
    Aðsent10/03/2021
  • Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK
    Íþróttir05/04/2021
  • Bjart fram undan, hefjum störf
    Aðsent05/04/2021
  • Sundlaug óskast… í Reykjavík
    Aðsent05/04/2021
  • Lækningajurtir, matjurtir og myglusveppir
    Mannlíf05/04/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK
    Íþróttir05/04/2021
  • Bjart fram undan, hefjum störf
    Aðsent05/04/2021
  • Sundlaug óskast… í Reykjavík
    Aðsent05/04/2021
  • Lækningajurtir, matjurtir og myglusveppir
    Mannlíf05/04/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.