Barnaþing í bænum

Börn úr öllum skólum í Kópavogi komu saman nýverið á árlegu Barnaþingi. Hver skóli sendi tvo fulltrúa auk fulltrúa ungmennaráðs þannig að um 30 börn voru saman komin til að ræða tillögur barna í Kópavogi.

Í aðdraganda Barnaþings voru haldin Skólaþing í skólum bæjarins. Þau völdu hvert um sig tillögur til að ræða á Barnaþinginu, margar voru samhljóða og því voru það sjö tillögur sem voru teknar til umfjöllunar.

Strákarnir í VÆB mættu og tróðu upp í hádeginu við mikinn fögnuð áður en barnaþingmenn fengu sér hádegishressingu. Þá ávarpaði Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs þingið og þakkaði þátttakendum fyrir sitt framlag.

Tillögur skóla á Barnaþing Kópavogs 2024 sem ræddar voru á þinginu:

  • Aukin áhersla á list- og verklegt nám.
  • Jafnt aðgengi fyrir alla (tryggja hjólastólaaðgengi og merkja með blindraletri í skólaumhverfinu).
  • Meiri aðstoð fyrir alla nemendur (auka aðstoðarkennara).
  • Fleiri vettvangsferðir/námsferðir.
  • Símareglur og símalaus svæði í skólanum.
  • Fartölvur í stað spjaldtölva.
  • Styttri skóladag (t.d. á föstudögum) og byrja skólann seinna (t.d. 8.30 og seinna fyrir nemendur á unglingastigi).

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar