Barnaþing í bænum

Börn úr öllum skólum í Kópavogi komu saman nýverið á árlegu Barnaþingi. Hver skóli sendi tvo fulltrúa auk fulltrúa ungmennaráðs þannig að um 30 börn voru saman komin til að ræða tillögur barna í Kópavogi.

Í aðdraganda Barnaþings voru haldin Skólaþing í skólum bæjarins. Þau völdu hvert um sig tillögur til að ræða á Barnaþinginu, margar voru samhljóða og því voru það sjö tillögur sem voru teknar til umfjöllunar.

Strákarnir í VÆB mættu og tróðu upp í hádeginu við mikinn fögnuð áður en barnaþingmenn fengu sér hádegishressingu. Þá ávarpaði Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs þingið og þakkaði þátttakendum fyrir sitt framlag.

Tillögur skóla á Barnaþing Kópavogs 2024 sem ræddar voru á þinginu:

  • Aukin áhersla á list- og verklegt nám.
  • Jafnt aðgengi fyrir alla (tryggja hjólastólaaðgengi og merkja með blindraletri í skólaumhverfinu).
  • Meiri aðstoð fyrir alla nemendur (auka aðstoðarkennara).
  • Fleiri vettvangsferðir/námsferðir.
  • Símareglur og símalaus svæði í skólanum.
  • Fartölvur í stað spjaldtölva.
  • Styttri skóladag (t.d. á föstudögum) og byrja skólann seinna (t.d. 8.30 og seinna fyrir nemendur á unglingastigi).

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Kópavogsbær. Fannborg.
Patrekur Ari
Sveinn og höfundur með skilti undir höndum en bakvið má sjá borðið þar sem margar endurminningar voru færðar í letur.
Fj_lmenn0520145885
frmbjóðendur
Kársnes
4.1.1
_MG_3311
untitled (82 of 103)