Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028.
Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að óverulegar breytingar urðu á fjárhagsáætluninni milli umræðna en einstaka gjaldliðir ýmist hækkuðu eða lækkuðu. „Heildar áhrif breytinga á rekstur milli umræðna urðu til þess að heildar tekjur hækka um 243 milljónir króna og heildargjöld um 87 milljónir króna. Nettó batnar því afkoman um 156 milljónir. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er því 315 milljónir samkvæmt áætluninni.“
Haft er eftir Ásdísi Krisjánsdóttur, bæjarstjóra að rekstur bæjarins rsðe traustur og skuldahlutföll lág. „Afgangur er á rekstri en ekki er gert ráð fyrir úthlutun lóða í áætlun bæjarins. Áfram lækka fasteignaskattar á bæjarbúa sem kemur til móts við hækkandi fasteignaverð sem ella hefðu skilað bæjarsjóði umtalsverðar tekjur, en situr nú eftir hjá Kópavogsbúum. Unnið verður að því markmiði að nýta betur fjármagn bæjarins með hagræðingu í rekstri en staðið vörð um góða þjónustu við íbúa,” segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri.