Friðrik fær heiðursverðlaun

Friðrik Baldursson, garðyrkjufræðingur og garðyrkjustjóri Kópavogs, fékk heiðursverðlaun garðyrkjunnar árið 2024 sem veitt voru við hátíðlega viðhöfn í Garðyrkjuskólanum sumardaginn fyrsta. 

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Friðriki verðlaunin sem veitt eru ár hvert til einstaklinga sem skarað hafa fram úr á sviði garðyrkju að mati atvinnulífs garðyrkjunnar og Garðyrkjuskólans. 

Friðrik hefur verið garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar frá árinu 1993 en gegndi áður starfi garðyrkjufulltrúa. Friðrik er fæddur og uppalinn Kópavogsbúi sem gert hefur það að sínu ævistarfi að „fegra og rækta Kópavog,“ eins og það var orðað í ávarpi forseta.

Friðrik nam skrúðgarðyrkju hjá þáverandi garðyrkjufulltrúa Kópavogsbæjar, Kristjáni Inga Gunnarssyni, og tók við af honum 1985. Árið 1993 tók hann við stöðu garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar af Einari E. Sæmundsen og hefur sinnt því starfi síðan. Friðrik útskrifaðist sem garðyrkjufræðingur vorið 1984 og hlaut meistararéttindi í skrúðgarðyrkju árið 1988 hjá Hermanni Lundholm. Hann lauk síðan diplómanámi í skrúðgarðyrkjutækni frá Garðyrkjuskólanum 2005, en þar var hann í um 20 ára skeið fulltrúi í fagnefnd skrúðgarðyrkju frá árinu 1998. 

Friðrik var í 5 ár formaður Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga (SAMGUS) og hefur átt sæti í fjölda starfshópa er varða skrúðgarðyrkjufagið og fleira tengt garðyrkju og ræktun. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir sín störf á löngum ferli. 

Í frítíma sínum hefur Friðrik tekið saman heildaryfirlit yfir þær tegundir trjáa og runna sem hafa verið ræktaðar á Íslandi í gagnagrunninum Berki og er hann uppfærður árlega með upplýsingum um það hvar viðkomandi plöntur eru til sölu. Sambærilegt rit um fjölærar plöntur hefur einnig litið dagsins ljós. Í gegnum tíðina hefur Friðrik komið að kennslu á skrúðgarðyrkjubraut Garðyrkjuskólans og námskeiðum og fjöldi nemenda hefur einnig verið í verknámi undir hans handleiðslu. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar