Götuganga fyrir 60 ára og eldri

Götuganga fyrir 60 ára og eldri fór nýverið fram í Kópavogi í annað sinn en gangan er haldin af Virkni og vellíðan. Gengnir voru 3,4 kílómetrar, byrjað var hjá Breiðablik og gengið um Kópavogsdal. Afar vel tókst til og tóku á fjórða hundrað þátt.

Keppt var í þremur aldursflokkum:

60-69 ára

70-79 ára

80 ára og eldri.

Markmiðið var auðvitað að sem flestir kæmu og hefðu gaman saman.

„Markmiðið með göngunni var að vekja athygli á mikilvægi hreyfingar eldri borgara og hversu fjölbreytt hreyfiúrræði eru í boði víðsvegar um landið,“ segir Fríða Karen Gunnarsdóttir verkefnastjóri Virkni og vellíðan.

Virkni og Vellíðan er heilsueflandi verkefni fyrir íbúa 60 ára og eldri í Kópavogi. Starfsemi Virkni og Vellíðan er tvískipt. Annars vegar fer þjálfun fram í íþróttafélögunum Breiðablik, HK og Gerplu en hins vegar í félagsmiðstöðvum bæjarins Boðaþingi, Gullsmára og Gjábakka. Á æfingum er lögð áhersla á styrk, þol, liðleika og jafnvægisæfingar.

Í dag sækja yfir 450 þátttakendur þjónustu hjá Virkni og Vellíðan og fer þátttakendafjöldi ört stækkandi. Virkni og Vellíðan stendur reglulega fyrir félagslegum viðburðum t.d. jólahlaðborði, páskabingó, götugöngu og ekki má gleyma Pálínuboðum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs og María Maríusdóttir hugmyndasmiður verksins vígðu áningastaðinn í dag.
Áslaug Edda Guðnadóttir
Guðmundur Marteinsson
Meistarinn
Upplestur
Kópavogur
Screen Shot 2015-03-15 at 10.51.51
Leikfélag Kópavogs.
Ólafur Þór Gunnarsson er öldrunarlæknir og skipar 2. sætið á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi.