Götuganga fyrir 60 ára og eldri

Virkni og Vellíðan er heilsueflandi verkefni fyrir íbúa 60 ára og eldri í Kópavogi.
Virkni og Vellíðan er heilsueflandi verkefni fyrir íbúa 60 ára og eldri í Kópavogi.

Götuganga fyrir 60 ára og eldri fór nýverið fram í Kópavogi í annað sinn en gangan er haldin af Virkni og vellíðan. Gengnir voru 3,4 kílómetrar, byrjað var hjá Breiðablik og gengið um Kópavogsdal. Afar vel tókst til og tóku á fjórða hundrað þátt.

Keppt var í þremur aldursflokkum:

60-69 ára

70-79 ára

80 ára og eldri.

Markmiðið var auðvitað að sem flestir kæmu og hefðu gaman saman.

„Markmiðið með göngunni var að vekja athygli á mikilvægi hreyfingar eldri borgara og hversu fjölbreytt hreyfiúrræði eru í boði víðsvegar um landið,“ segir Fríða Karen Gunnarsdóttir verkefnastjóri Virkni og vellíðan.

Virkni og Vellíðan er heilsueflandi verkefni fyrir íbúa 60 ára og eldri í Kópavogi. Starfsemi Virkni og Vellíðan er tvískipt. Annars vegar fer þjálfun fram í íþróttafélögunum Breiðablik, HK og Gerplu en hins vegar í félagsmiðstöðvum bæjarins Boðaþingi, Gullsmára og Gjábakka. Á æfingum er lögð áhersla á styrk, þol, liðleika og jafnvægisæfingar.

Í dag sækja yfir 450 þátttakendur þjónustu hjá Virkni og Vellíðan og fer þátttakendafjöldi ört stækkandi. Virkni og Vellíðan stendur reglulega fyrir félagslegum viðburðum t.d. jólahlaðborði, páskabingó, götugöngu og ekki má gleyma Pálínuboðum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar