Hrafnista tekur við rekstri Boðans

Jón Kristján Rögnvaldsson, Aríel Pétursson, Oddgeir Reynisson, Ásdís Kristjánsdóttir, Kristrún Benediktsdóttir, María Fjóla Harðardóttir og Sigrún Þórarinsdóttir.

Kópavogsbær hefur samið við Hrafnistu um rekstur félagsmiðstöðvarinnar Boðanum í Boðaþingi. Haldið var upp á áfangann með vel heppnaðri og fjölmennri veislu í Boðaþingi. 

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs og Aríel Pétursson formaður Sjómannadagsráðs sem rekur Hrafnistu héldu stutt ávörp við tækifærið og heilsuðu upp á gesti í Boðaþingi. Sóli Hólm flutti gamanmál og svo var boðið upp á veitingar. 

Hrafnista hefur rekið 44 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi og 30 rýma dagdvöl fyrir aldraða frá árinu 2010. Í dag standa einnig yfir framkvæmdir vegna 64 nýrra hjúkrunarrýma í Boðaþingi sem verða tilbúin í maí 2025 auk þess sem 

Sjómannadagsráð á og rekur 95 leiguíbúðir í Boðaþingi í gegnum leigufélagið Naustavör.

Með samningnum færist Hrafnista Boðaþingi nær því að setja upp lífsgæðakjarna sem eru sambærilegir við þá sem starfræktir eru í Hafnarfirði, Reykjavík og Reykjanesbæ. 

Takmarkið er að lífsgæðakjarninn verði að akkeri í hverfinu, þangað sem eldra fólk getur sótt sér þjónustu, félagsskap og afþreyingu af ýmsu tagi. Húsið verður áfram opið öllum og í boði fjölbreytt dagskrá og viðburðir þar sem leitast er eftir því að sníða starfið að áhugasviði sem flestra eins og hefur verið gert undanfarin ár í félagsmiðstöðinni Boðanum. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,