Hrafnista tekur við rekstri Boðans

Jón Kristján Rögnvaldsson, Aríel Pétursson, Oddgeir Reynisson, Ásdís Kristjánsdóttir, Kristrún Benediktsdóttir, María Fjóla Harðardóttir og Sigrún Þórarinsdóttir.

Kópavogsbær hefur samið við Hrafnistu um rekstur félagsmiðstöðvarinnar Boðanum í Boðaþingi. Haldið var upp á áfangann með vel heppnaðri og fjölmennri veislu í Boðaþingi. 

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs og Aríel Pétursson formaður Sjómannadagsráðs sem rekur Hrafnistu héldu stutt ávörp við tækifærið og heilsuðu upp á gesti í Boðaþingi. Sóli Hólm flutti gamanmál og svo var boðið upp á veitingar. 

Hrafnista hefur rekið 44 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi og 30 rýma dagdvöl fyrir aldraða frá árinu 2010. Í dag standa einnig yfir framkvæmdir vegna 64 nýrra hjúkrunarrýma í Boðaþingi sem verða tilbúin í maí 2025 auk þess sem 

Sjómannadagsráð á og rekur 95 leiguíbúðir í Boðaþingi í gegnum leigufélagið Naustavör.

Með samningnum færist Hrafnista Boðaþingi nær því að setja upp lífsgæðakjarna sem eru sambærilegir við þá sem starfræktir eru í Hafnarfirði, Reykjavík og Reykjanesbæ. 

Takmarkið er að lífsgæðakjarninn verði að akkeri í hverfinu, þangað sem eldra fólk getur sótt sér þjónustu, félagsskap og afþreyingu af ýmsu tagi. Húsið verður áfram opið öllum og í boði fjölbreytt dagskrá og viðburðir þar sem leitast er eftir því að sníða starfið að áhugasviði sem flestra eins og hefur verið gert undanfarin ár í félagsmiðstöðinni Boðanum. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar