Kópavogur er barnvænt sveitarfélag

Börn hafa sterka rödd í Kópavogi

Kópavogur fagnaði þeim gleðilega áfanga að fá staðfesta viðurkenningu sína sem Barnvænt sveitarfélag UNICEF í annað sinn í dag, fimmtudaginn 30.maí. Kópavogur hefur unnið ötullega að því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla sína starfsemi frá árinu 2018 og fékk fyrstu viðukenningu sína sem Barnvænt sveitarfélag vorið  2021.  

„Börn í Kópavogi eru með sterka rödd í samfélaginu okkar og taka þátt í því að að gera bæinn okkar enn betri. Við erum stolt af því að vera barnvænt sveitarfélag og sýnum það í verki. Í tengslum við innleiðinguna hafa fjölmörg flott verkefni litið dagsins ljós,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs. 

Anna Elísabet Ólafsdóttir verkefnastjóri, Dagur Ingason ungmennaráði, Bára Freydís Þórðardóttir ungmennaráði, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, Fjóla Borg ungmennaráði, Karen Lind Stefánsdóttir varaformaður ungmennaráðs og Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF.

Kópavogsbær hefur gripið til fjölmargra aðgerða í tengslum við innleiðinguna. Meðal þeirra eru verkefnið ,,Okkar skóli’’ sem hefur verið innleitt í öllum grunn- og leikskólum en markmið þess er að veita börnum tækifæri til þess að hafa áhrif á skólaumhverfi sitt með beinum hætti. Verkefnið felst í því að hver skóli fær úthlutað upphæð sem nemur 1.000 krónum á hvert barn og börnin sjálf koma sér saman um það með lýðræðislegum hætti hvernig fjármununum er ráðstafað. 

Er þetta þannig bæði æfing í lýðræðislegum vinnubrögðum og skilaboð til barnanna um að skoðanir þeirra skipti máli. Sem dæmi má nefna þá ákváðu börnin að bæta aðstöðu með einhverjum hætti, endurnýja leikföng, fá inn ákveðna fræðslu eða bæta tækjabúnað. Þá hefur þátttaka barna í skipulagsmálum verið aukin og samráð við börn með fötlun um þjónustu bæjarins sömuleiðis. 

„Kópavogur er vel að endurnýjun viðurkenningarinnar kominn en síðastliðin þrjú ár hafa frekari skref verið stigin í innleiðingunni og fjölmargar aðgerðir verið framkvæmdar réttindum barna til hagsbóta. Sem dæmi má nefna að börnum eru nú tryggðar fjölbreyttari leiðir til þess að hafa áhrif á bæinn sinn, skólastarf og menningarlíf,“ að mati UNICEF. 

Sértækur stuðningur við viðkvæma hópa hefur verið efldur með ýmsum hætti í takt við gögn sem aflað hefur verið. Þá er er sérstaklega stutt við tómstundaþátttöku barna af erlendum uppruna og stuðningur við börn sem kljást við skólaforðun verið aukinn. 

Í Kópavogi fer Réttindaskólum og Réttindaleikskólum einnig fjölgandi en þess má geta að leikskólar í Kópavogi voru þeir fyrstu í heiminum til að verða réttindaskólar UNICEF. Þá hefur, í takt við tæknivæðingu skólanna, einnig verið unnið mikið frumkvöðlastarf varðandi þróun á námsefni og fræðslu um stafræna borgaravitund sem er mikilvægt til að tryggja réttindi barna á netinu.

Árlegt skóla- og barnaþing hafa nú verið fest í sessi en í framhaldi af þeim eiga börn fund með bæjarstjórn þar sem bæjarfulltrúar hlusta og bregðast við tillögum barnanna og málum komið í farveg. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,