Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir, sýningarstjóri Hamraborgarhátíðar.

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi verk sín á fyrstu Hamraborg Festival árið 2021 ásamt Önnu Andreu Winther og Svanhildi Höllu Haraldsdóttur í Midpunkt. Út frá starfi listamanna í Midpunkt, sem var starfrækt í Hamraborg 22 frá árinu 2018 – 2021 spratt  Hamraborg Festival.

Kópavogsbúi í húð og hár

Agnes er alin upp í Kópavogi; gekk í Snælandsskóla, æfði fótbolta með HK, stundaði nám við Tónlistarskóla Kópavogs og vann nokkur sumur í Skapandi sumarstörfum í Molanum og er því mjög kunnug Hamraborg og svæðinu þar nálægt. „Það er ótrúlega merkilegt að fá að starfa við sýningargerð í hverfi sem var mér svo kært í æsku,” segir Agnes. „Þrátt fyrir það er ég alltaf að sjá nýjar hlilðar á þessum magnaða miðbæ sem Hamraborgin er. Sýningarnar á Hamraborg Festival eru settar upp í rýmum sem vísa til fjölbreytileikans í Hamraborg, allt frá Menningarhúsunum yfir í almenningsrýmið og rekstrareiningar hverfisins.“ 

Góð aðsókn í fyrra

Ásamt Agnesi er hátíðinni stjórnað af grafíska hönnuðinum Sveini Snæ Kristjánssyni og myndlistarmanninum og sýningarstjóranum Jo Pawlowska.

„Aðsóknin var mjög mikil í fyrra, þökk sé fjölbreytts úrvals viðburða. Þeirra á meðal var japanski gjörningahópurinn Onirisme Collective sem bauð í gistipartý á Gerðasafni, pönk ganga Dr. Gunna um Hamraborgarsvæðið og ógleymanlegir tónleikar Fræbbblanna á Café Catalina. Gestir geta búist við frábæru veisluhaldi í ár en áherslan veður er á samsköpun, samvinnu og sameiginlega drauma.“ 

Hátíðin hlaut veglegan styrk frá Kópavogsbæ,  Myndlistarsjóð og frá Barnamenningarhátíð. Því verður mikið úrval af viðburðum fyrir börn og fjölskyldur þeirra á laugardeginum 31. ágúst. Þar má nefna Skynjunarleiksmiðju fyrir sex mánaða til sex ára börn í hátíðartjaldinu, trúðasýninguna Trúðslæti á Listatúninu, sögu- og föndurstund með prinsessum á Bókasafni Kópavogs og brúðugerðarsmiðua í hátíðartjaldinu. Einnig verður boðið upp á raftónlistarveislu á Catalinu 31. ágúst klukkan 20:00 – 2:00 þar sem fram koma MSEA, Xiupill, Ghostigital og DJ Melerito De Jeré. 

Sýningar verða opnaðar fimmtudaginn 29. ágúst með athöfn á Listatúni sem gefur forsmekkinn af  opnunar athöfninni sem verður haldin föstudaginn 30. ágúst á Hálsatorgi.

„Hamraborg verður breytt í lifandi tískupall þar sem samsköpun pólska fatahönnuðarins Kami Wesolowsk munu flæða um göturnar og leiða okkur á fund fríka og furðuvera. Að því loknu munum við hitta fyrir litla lúðrasveit sem færa okkur á opnun Hildar Elísu Jónsdóttur í Ygallery. Næst verður gjörningarkvöld á Gerðarsafni en kvöldinu líkur síðan á raf og rapp tónleikunum Hamraborg Supernova sem eru skipulagðir af tónlistarmönnum 200 og Fear and Love,“ segir Agnes að lokum. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Sinnum2-1
Siglingafélag
Ása Richardsdóttir, bæjarfulltrúi  Samfylkingarinnar.
Bæjarstjórn2014
Símamótið
201Smari
Helgi Pétursson
Pétur Hrafn Sigurðsson.
Kvennakór Kópavogs