Rekstur Kópavogsbæjar styrkist


Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2023 endurspeglar traustan rekstur sveitarfélagsins og hefur hann styrkst verulega frá fyrra ári, að því er segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er 2,7 milljarðar en var 1,3 milljarður í fyrra. Þá lækkar skuldaviðmið í 91% úr 95% og er langt undir lögbundnu hámarki sem er 150% samkvæmt sveitarstjórnarlögum.   

Nær engar lóðaúthlutanir voru á árinu með tilheyrandi tekjum. Í ár verður hins vegar úthlutað lóðum í Vatnsendahvarfi og fyrsta úthlutun lóða á næstunni. Stefnt er á að úthluta öllum lóðum í Vatnsendahvarfi á árinu sem mun skila sér inn í niðurstöðu ársreiknings 2024. 

„Rekstur Kópavogsbæjar styrkist umtalsvert milli ára sem endurspeglar ríka áherslu okkar á traustan rekstur. Þannig er afgangur af rekstri bæjarins fyrir fjármagnsliði 1,4 milljörðum hærri en í fyrra, þrátt fyrir að lífeyrisskuldbinding hækki um 1,3 milljarð milli ára. Þá er verulegt styrkleikamerki að veltufé frá rekstri eru fimm milljarðar króna og eykst um tæpa tvo milljarða milli ára. Veltufé frá rekstri er algjör lykiltala í ársreikningi og er það svigrúm sem reksturinn gefur til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána. Skuldastaða bæjarins er heilbrigð þrátt fyrir miklar fjárfestingar í leik- og grunnskólum og öðrum nauðsynlegum innviðum samfélagsins. Skuldahlutfall Kópavogsbæjar fer áfram lækkandi og er langt undi lögbundnu skuldaviðmiði. Krefjandi rekstrarumhverfi, mikil verðbólga og háir vextir lita enn heildarniðurstöðu ársins og  leiða til þess að fjármagnskostnaður er verulega umfram áætlun. Verkefnið nú sem endranær  er að standa vörð um góðan rekstur þannig að áfram sé unnt að veita góða þjónustu en á sama tíma lækka skatta á bæjarbúa.“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs.

Umfangsmiklar fjárfestingar  

Fjárfestingar og framkvæmdir í eignum bæjarins námu um 5,2 milljörðum króna. Viðamesta framkvæmdin er nýbygging Kársnesskóla við Skólagerði en kostnaður við hana nam um 1,1 milljarði 2024. Þá voru ýmis konar viðhaldsframkvæmdir á byggingum bæjarins, svo sem í Sundlaug Kópavogs, Kópavogsskóla og Kársnesskóla. Lóðir leik- og grunnskóla voru endurgerðar fyrir um 200 milljónir króna. Fjárfest var á skíðasvæðum fyrir um 200 milljónir og í gatnagerð fyrir rúmlega 600 milljónir.   

Skuldaviðmið lækkar áfram  

Skuldaviðmið A- og B- hluta lækkar frá fyrra ári og er 91%, var 95% í árslok 2022. Skuldaviðmið A-hluta er 82%.  

Vaxtaberandi skuldir í ársreikningi fyrir 2023 eru ríflega 35 milljarðar.  Heildarskuldir og skuldbindingar Kópavogsbæjar hækka úr 54 í 58 milljarða eða rúm 7%. Þannig lækka skuldir að raunvirði ef tekið er tillit til verðbólgu sem var 8% ár árinu 2023. Verðbólga var töluvert hærri en gert hafði verið ráð fyrir og eru verðbætur og lífeyrisskuldbindingar meginskýring á því að rekstrarniðurstaða samstæðunnar, A- og B-hluta var neikvæð um tæpar 800 milljónir, eða sem nemur 1,5% af tekjum. 

Veltufé frá rekstri samstæðunnar, A- og B-hluta hækkar í tæpa fimm milljarða úr rúmlega þremur milljörðum króna frá fyrra ári.  Eigið fé samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi A- og B-hluta í árslok 2023 nam 38,3 milljörðum króna en eigið fé A-hluta nam 18,4 milljörðum króna.  

Laun og launatengd gjöld ríflega helmingur af tekjum 

Laun og launatengd gjöld A- og B-hluta á árinu námu alls 25,8 milljörðum króna sem er 8,8% hækkun frá fyrra ári en allir kjarasamningar voru lausir hjá Kópavogsbæ á árinu. Vegur launakostnaður í dag um helming af rekstrartekjum.

Fjöldi á launaskrá í árslok var 3.090 en meðal stöðugildi á árinu voru 1.988. 

Íbúar Kópavogsbæjar þann 1. desember 2023 voru 40.570 samkvæmt Þjóðskrá Íslands og fjölgaði þeim um 777 frá fyrra ári eða um 1,95 %.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Kínahofið
puredeli_2
arnargr-104×120
Flóttafólk í Kópavogi.
skidi
Ármann
Salurinn Toyota
1029247
Guðmundur Andri Thorsson.