Skóflustunga að nýjum íbúðakjarna

Ólafur Arnarson, Sérverk, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, Björg Baldursdóttir, formaður velferðarráðs, Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Sigrún Þórarinsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Kópavogsbæjar, Jón Kristján Rögnvaldsson skrifstofustjóri starfsstöðva og þróunar á velferðarsviði og Elías Guðmundsson, Sérverk.
Ólafur Arnarson, Sérverk, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, Björg Baldursdóttir, formaður velferðarráðs, Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Sigrún Þórarinsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Kópavogsbæjar, Jón Kristján Rögnvaldsson skrifstofustjóri starfsstöðva og þróunar á velferðarsviði og Elías Guðmundsson, Sérverk.

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tók nýverið skóflustungu að nýjum sjö íbúðakjarna fyrir fatlað fólk sem rísa mun við Kleifakór 2 ásamt formanni velferðarráðs, fulltrúum starfsfólks Kópavogsbæjar og framkvæmdaraðila.  

Stefnt er að því  að ljúka framkvæmdum í febrúar 2025 og mun starfssemi því hefjast vorið 2025 í Kleifakór gangi allt að óskum.

„Það er sérlega ánægjulegt að framkvæmdir við íbúðakjarnann séu hafnar og mikil eftirvænting sem ríkir eftir íbúðunum. Við vonumst til að taka Kleifakór notkun að ári liðnu,“ segir Ásdís.

Sjö íbúðir verða við Kleifakór, á bilinu 53-60 fm að stærð, allar með sér verönd auk sameiginlegrar sólstofu, kvöldverandar og starfsmannarýmis. 

Síðasti íbúðakjarni sem Kópavogsbær byggði var sambærilegur sjö íbúðakjarni í Fossvogsbrún sem opnaður var í mars árið 2022 og því hafa bæst við 14 nýjar íbúðir fyrir fatlað fólk á þriggja ára tímabili.

Áætlaður kostnaður eru tæplega 490 milljónir og er það Sérverk sem reisir íbúðakjarnann en hönnun er á hendi AVH arkitektúr – verkfræði – hönnun. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar