Skóflustunga að nýjum íbúðakjarna

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tók nýverið skóflustungu að nýjum sjö íbúðakjarna fyrir fatlað fólk sem rísa mun við Kleifakór 2 ásamt formanni velferðarráðs, fulltrúum starfsfólks Kópavogsbæjar og framkvæmdaraðila.  

Stefnt er að því  að ljúka framkvæmdum í febrúar 2025 og mun starfssemi því hefjast vorið 2025 í Kleifakór gangi allt að óskum.

„Það er sérlega ánægjulegt að framkvæmdir við íbúðakjarnann séu hafnar og mikil eftirvænting sem ríkir eftir íbúðunum. Við vonumst til að taka Kleifakór notkun að ári liðnu,“ segir Ásdís.

Sjö íbúðir verða við Kleifakór, á bilinu 53-60 fm að stærð, allar með sér verönd auk sameiginlegrar sólstofu, kvöldverandar og starfsmannarýmis. 

Síðasti íbúðakjarni sem Kópavogsbær byggði var sambærilegur sjö íbúðakjarni í Fossvogsbrún sem opnaður var í mars árið 2022 og því hafa bæst við 14 nýjar íbúðir fyrir fatlað fólk á þriggja ára tímabili.

Áætlaður kostnaður eru tæplega 490 milljónir og er það Sérverk sem reisir íbúðakjarnann en hönnun er á hendi AVH arkitektúr – verkfræði – hönnun. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

lysing2
Palli
Sigurbjorg-2
Hjálparsveit skáta í Kópavogi
Sigríður Ólafsdóttir
photo[5]
Screenshot-2022-02-12-at-10.53.45
olifani
Picture-1-3