Opnað hefur verið fyrir tilboð í lóðir í fyrsta áfanga úthlutunar í Vatnsendahvarfi, sem er nýjasta hverfið í Kópavogi. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri segir hverfið verða fallegt og fjölskylduvænt enda vel staðsett og góð þjónusta í næsta nágrenni. Hverfið stendur á Vatnsendahæð og afmarkast af Álfkonuhvarfi, Turnahvarfi, Kleifakór og Arnarnesvegi.
Hvað hefur verið lengi á döfinni að skipuleggja svæðið?
„Í árslok 2020 ákvað skipulagsráð að hefja skipulagsvinnu fyrir nýtt íbúðahverfi í Vatnsendahvarfi en til þess að hægt væri að hefjast handa þurfti að ganga frá samkomulagi við ríkið sem átti land á Vatnsendahæð. Það gekk svo eftir um mitt ár 2021 og það gerði Kópavogsbæ kleift að halda áfram með áform uppbyggingu íbúða í Vatnsenda. Skipulagsvinna er tímafrek þegar vandað er til verka sem við höfum sannarlega gert í Vatnsendahvarfi, enda er niðurstaðan afar fallegt og vel skipulagt hverfi.“
Hvað verður helst horft til varðandi úthlutun lóða á svæðinu og verður hugað að fjölbreytni í húsnæði?
„Í hverfinu mun rísa 500 íbúða byggð þar sem verða fjölbreyttar húsagerðir sem henta mismunandi stærðum af fjölskyldum. Í þessari fyrstu umferð erum við að úthluta lóðum fyrir fjölbýlishús en lóðum fyrir einbýli, parhús og raðhús verða auglýstar síðar á árinu. Í Kópavogi höfum við aðallega verið að þétta byggð undanfarin ár með áherslu á fjölbýlishús og við Opnað hefur verið fyrir tilboð í lóðir í fyrsta áfanga úthlutunar í Vatnsendahvarfi, sem er nýjasta hverfið í Kópavogi. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri segir hverfið verða fallegt og fjölskylduvænt enda vel staðsett og góð þjónusta í næsta nágrenni. Hverfið stendur á Vatnsendahæð og afmarkast af Álfkonuhvarfi, Turnahvarfi, Kleifakór og Arnarnesvegi. Opið er fyrir tilboð í lóðir í fyrsta áfanga til 21.maí. finnum að það er mjög mikill áhugi á nýju hverfi, auðvitað á fjölbýlishús, en ekki síður á sérbýli og því er mjög spennandi að það sé komið að úthlutun í á sérbýlum í þessu nýja hverfi. Til þess að eiga kost á lóð þarf að uppfylla þær kröfur sem eru gerðar í úthlutunarskilmálum og þær eru ítarlegar.“
Hvað er sérstakt við Vatnsendahvarf og hvað mun laða fólk til búsetu þarna á svæðinu?
„Við erum í rauninni að stækka mjög eftirsótt hverfi í Kópavogi sem fjölskyldur hafa sótt mjög í enda gott að búa á þessum slóðum eins og ég þekki mæta vel sjálf. Vatnsendahvarfið stendur við gróin hverfi, Kórahverfi og Hvörfin, útsýni er frábært og ég tel víst að þarna verði mjög gott að búa. Það verður reistur leikskóli og grunnskóli fyrir 1. – 4. bekk og svo er öll þjónusta í næsta nágrenni, grunnskólar, verslun og íþróttir.“
Það hefur verið umræða um náttúruvernd svæðisins, takið þið tillit til hennar?
„Í Vatnsendahvarfi er lögð áhersla á umhverfisvæna byggð, sjálfbærni og gróðursæld. Svæðið er stórt og hlutar þess haldast ósnertir, blátoppa sem er friðuð verður vernduð svo dæmi séu tekin. Þá verða stór útivistarsvæði á háholtinu þannig að já við tökum tillit til náttúrufars og gróðurs svæðisins eftir fremsta megni.“
Kópavogur hefur stækkað hraðast flestra sveitarfélaga á síðustu áratugum. Verður þetta síðasta úthlutun úr landi Kópavogs í bili, á bærinn fleiri byggingarlönd? Er hægt að þétta meira?
„Nú er Vatnsendahvarfið á dagskrá sem er stórt verkefni sem taka mun nokkur ár í byggingu. Þá eigum við eftir að úthluta seinni áfanga Glaðheimasvæðisins, svæðið er austan megin við Reykjanesbrautina. Loks má nefna Vatnsendahlíðina, við Þingin, sem er síðasta stóra uppbyggingarsvæðið í Kópavogi innan núverandi vaxtamarka höfuðborgarsvæðisins en þar er gert ráð fyrir 900 íbúða hverfi sem stefnt er að að muni byrja að byggjast upp í kringum árið 2030. En það eru þróunar- og þéttingasvæði í Kópavogi eins og til dæmis á Kársnesi sem enn eru óbyggð þannig að það er alltaf eitthvað spennandi að gerast í bænum, þó að vissulega sé það ekki á hverjum degi sem við úthlutum lóðum í nýju hverfi á óbyggðu landsvæði.“
Nánari upplýsingar:
www.kopavogur.is/vatnsendahvarf