Styttri dvalartími og engar lokanir

Dvalartími barna í leikskólum Kópavogs hefur styst verulega eftir að breytingar á skipulagi og starfsumhverfi leikskólanna tóku gildi síðastliðið haust. Í fyrsta sinn um árabil er meirihluti barna í skemmri dvöl en átta tíma á dag, að því er segir í tilkunningu frá Kópavogsbæ. Þar segir einnig að enginn leikskóli hafi þurft að loka deildum það sem af er skólaárinu vegna manneklu og eru flestir leikskólar fullmannaðir.  Í breytingunum fólst meðal annars gjaldfrjáls leikskóli sex tíma á dag, aukinn sveigjanleiki í skráningu dvalarstunda og tekjutenging afslátta af leikskólagjöldum. Markmið breytinganna var að auka stöðugleika og styrkja starfsumhverfi leikskóla. 

Meðal dvalartími barna eru 7,5 klukkustund á þessu skólaári samanborið við  8,1 klukkustund fyrir ári síðan. Hlutfall barna sem eru í átta tíma dvöl eða lengur hefur farið úr 85% í janúar 2023 niður í 49% í janúar 2024. Hlutfall þeirra barna sem eru í sex tíma dvöl  eða skemur  er nú 22% en fyrir breytingar var það hlutfall innan við 2%. Foreldrar og forsjáraðilar 46% barna hafa stytt dvalartíma barna sinna. Sem fyrr segir hefur enginn leikskóli í Kópavogi þurft að loka  deildum það sem af er skólaárinu. Er um mikla breytingu að ræða en skólaárið 2022-2023 voru 212 tilvik þar sem loka þurfti deild. 

„Kópavogsbær boðaði breytta stefnu og nýja hugsun í leikskólamálum í haust með það að markmiði að styrkja starfsumhverfi leikskóla og auka stöðugleika í þjónustu við barnafjölskyldur. Breytingarnar hafa skilað góðum árangri. Ekki hefur þurft að loka leikskólum vegna manneklu, dvalartími barna hefur styst sem dregur úr áreiti og álagi á bæði börn og starfsfólk. Betur gengur að manna leikskóla og flestir leikskólar eru fullmannaðir. Meðal þess sem vekur athygli er að tekjulægri heimili eru almennt ánægð með breytingarnar og eru líklegri til þess að nýta sér sveigjanlegri og styttri dvalartíma,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.  

Tekjulág heimili ánægðari með breytingarnar  

Til að meta áhrif breytinganna var lögð könnun fyrir foreldra og forsjáraðila sem og starfsfólk í desember síðastliðnum. Meðal niðurstaðna er að meirihluti foreldra og forsjáraðila telur sveigjanlegan dvalartíma jákvæðan fyrir skipulag fjölskyldunnar. Könnunin sýnir að tekjulægri heimili eru ánægðari með breytingarnar en þau tekjuhærri. Þá kemur fram að tæplega helmingur foreldra og forsjáraðila nýtir sér sveigjanleika í skráningu dvalartíma. Vinna er helsta ástæða þess að fólk nýtir ekki sveigjanleikann.  Könnun meðal foreldra og forsjáraðila var lögð fyrir á íslensku og ensku og almennt ríkir mun meiri ánægja meðal þeirra sem svara könnuninni á ensku. Einnig geta þau frekar nýtt sér sveigjanleika eða alls 72% svarenda.  

Starfsfólk leikskóla er almennt ánægt með breytingarnar samkvæmt niðurstöðum könnunar. Meirihluti starfsfólks upplifir betri starfsanda og minna álag. Aukinn stöðugleiki birtist meðal annars í því að starfsfólk upplifir að það hafi meiri tíma með börnum og aukið svigrúm til að undirbúa faglegt starf. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

ygalleri
Leikfelag_Kopavogs
Ómar Stefánsson
Helga Hauksdóttir
2013-07-24-1141
Kópavogur
2013-02-16_-_Wien_-_Demo_Gleiche_Rechte_für_alle_(Refugee-Solidaritätsdemo)_-_Refugees_are_human_beings
Kristinn Rúnar Kristinsson
4-2