Ungir skákmenn Breiðabliks

Ung sveit Breiðabliks, talið frá vinstri: Magnús Pálmi Örnólfsson, Benedikt Briem, Vignir Vatnar Stefánsson, Birkir Ísak Jóhannsson, Arnar Milutin Heiðarsson og Stephan Briem.
Ung sveit Breiðabliks, talið frá vinstri: Magnús Pálmi Örnólfsson, Benedikt Briem, Vignir Vatnar Stefánsson, Birkir Ísak Jóhannsson, Arnar Milutin Heiðarsson og Stephan Briem.

Lið Skákdeildar Breiðabliks náði þeim árangri nú nýverið að komast aftur upp í úrvalsdeild Íslandsmóts skákfélaga þar sem sex lið keppa. Meistaraflokksráð Skákdeildar Breiðabliks settist þá niður til að útbúa fimm ára stefnumörkun og áætlun fyrir unga og öfluga skákmenn. Meðal áhersluatriða félagsins er að senda lið árlega á EM félagsliða, eiga lið í úrvalsdeildinni, halda félagslega sterkum hóp og styrkja hópinn til ferða á alþjóðleg skákmót. Við Kópavogsbúar eignuðumst í fyrra stórmeistara og Íslandsmeistara í skák. Vignir Vatnar Stefánsson náði þeim árangri og var í janúar s.l. kjörinn Íþróttamaður Kópavogs sem þykir einstakt í öflugum íþróttabæ. Auk hans er núna breiður hópur ungra skákmanna (U25) í Kópavogi sem smátt og smátt eru að yfirtaka skáksenuna á Íslandi. Í dag telur U25 hópurinn tólf iðkendur og fer stækkandi. Skákdeild Breiðabliks er á sínu tólfta ári, stofnuð haustið 2012. Þá var 2003 árgangurinn, sem núna er kjarninn í meistaraflokksliði deildarinnar, níu ára gamlir. Í dag eru þeir á 21.aldursárinu og gleðilegt að sjá hve breiður og öflugur hópurinn er. Þeir eru mjög góðar fyrirmyndir fyrir yngri iðkendur sem stefna hátt. Framtíðin er björt fyrir Skákdeild Breiðabliks og það er gott að tefla í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar