Ungir skákmenn Breiðabliks

Ung sveit Breiðabliks, talið frá vinstri: Magnús Pálmi Örnólfsson, Benedikt Briem, Vignir Vatnar Stefánsson, Birkir Ísak Jóhannsson, Arnar Milutin Heiðarsson og Stephan Briem.
Ung sveit Breiðabliks, talið frá vinstri: Magnús Pálmi Örnólfsson, Benedikt Briem, Vignir Vatnar Stefánsson, Birkir Ísak Jóhannsson, Arnar Milutin Heiðarsson og Stephan Briem.

Lið Skákdeildar Breiðabliks náði þeim árangri nú nýverið að komast aftur upp í úrvalsdeild Íslandsmóts skákfélaga þar sem sex lið keppa. Meistaraflokksráð Skákdeildar Breiðabliks settist þá niður til að útbúa fimm ára stefnumörkun og áætlun fyrir unga og öfluga skákmenn. Meðal áhersluatriða félagsins er að senda lið árlega á EM félagsliða, eiga lið í úrvalsdeildinni, halda félagslega sterkum hóp og styrkja hópinn til ferða á alþjóðleg skákmót. Við Kópavogsbúar eignuðumst í fyrra stórmeistara og Íslandsmeistara í skák. Vignir Vatnar Stefánsson náði þeim árangri og var í janúar s.l. kjörinn Íþróttamaður Kópavogs sem þykir einstakt í öflugum íþróttabæ. Auk hans er núna breiður hópur ungra skákmanna (U25) í Kópavogi sem smátt og smátt eru að yfirtaka skáksenuna á Íslandi. Í dag telur U25 hópurinn tólf iðkendur og fer stækkandi. Skákdeild Breiðabliks er á sínu tólfta ári, stofnuð haustið 2012. Þá var 2003 árgangurinn, sem núna er kjarninn í meistaraflokksliði deildarinnar, níu ára gamlir. Í dag eru þeir á 21.aldursárinu og gleðilegt að sjá hve breiður og öflugur hópurinn er. Þeir eru mjög góðar fyrirmyndir fyrir yngri iðkendur sem stefna hátt. Framtíðin er björt fyrir Skákdeild Breiðabliks og það er gott að tefla í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,