Ungir skákmenn Breiðabliks

Lið Skákdeildar Breiðabliks náði þeim árangri nú nýverið að komast aftur upp í úrvalsdeild Íslandsmóts skákfélaga þar sem sex lið keppa. Meistaraflokksráð Skákdeildar Breiðabliks settist þá niður til að útbúa fimm ára stefnumörkun og áætlun fyrir unga og öfluga skákmenn. Meðal áhersluatriða félagsins er að senda lið árlega á EM félagsliða, eiga lið í úrvalsdeildinni, halda félagslega sterkum hóp og styrkja hópinn til ferða á alþjóðleg skákmót. Við Kópavogsbúar eignuðumst í fyrra stórmeistara og Íslandsmeistara í skák. Vignir Vatnar Stefánsson náði þeim árangri og var í janúar s.l. kjörinn Íþróttamaður Kópavogs sem þykir einstakt í öflugum íþróttabæ. Auk hans er núna breiður hópur ungra skákmanna (U25) í Kópavogi sem smátt og smátt eru að yfirtaka skáksenuna á Íslandi. Í dag telur U25 hópurinn tólf iðkendur og fer stækkandi. Skákdeild Breiðabliks er á sínu tólfta ári, stofnuð haustið 2012. Þá var 2003 árgangurinn, sem núna er kjarninn í meistaraflokksliði deildarinnar, níu ára gamlir. Í dag eru þeir á 21.aldursárinu og gleðilegt að sjá hve breiður og öflugur hópurinn er. Þeir eru mjög góðar fyrirmyndir fyrir yngri iðkendur sem stefna hátt. Framtíðin er björt fyrir Skákdeild Breiðabliks og það er gott að tefla í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Arnþór Sigurðsson
Jói á hjólinu
ormadagar32014-1
1231293_10201623532245674_221192794_n
skidi
_MG_1392
ithrottamadur
Bryndís Haralds.
Bæjarstjórn2014