
Hvað er að gerast í Kópavogi um helgina?
Fótbolti: Meistaraflokkur Breiðabliks kvenna á stórleik í vændum en í dag, föstudag, klukkan 19:15, fá Blikastúlkur Fylki í heimsókn á Kópavogsvöllinn í undanúrslitaleik Borgunarbikarsins. Stelpurnar treysta á stuðning áhorfenda til að komast áfram. Frítt á völlinn.
Golf: Stór hópur GKG kylfinga tekur þátt í Íslandsmótinu í höggleik, sem fer fram á Korpúlfsstaðavelli. Fyrsti hringur var leikinn í gær, en mótinu lýkur á sunnudag. GKG félagar eru hvattir til að fjölmenna á völlinn og hvetja kylfinga til dáða.
Smárabíó: The Wolverine, R.I.P.D, Monsters University og Grown Ups 2.
Gerðarsafn: Sumarsýning Gerðarsafns hefur verið opnuð. Á henni má finna valin verk eftir Gerði Helgadóttur. Gerðarsafn óskar eftir upplýsingum um listaverk eftir Barböru Árnason sem til eru í einkaeigu vegna skráningar í gagnagrunn safnsins. Eigendur listaverka eftir Barböru eru beðnir að hafa samband við Guðbjörgu Kristjánsdóttur forstöðumann/Telmu Haraldsdóttur í síma 570-0440 eða á netfangið gerdarsafn@kopavogur.is
Sund: Opið frá 08:00 – 20:00 bæði í Sundlaug Kópavogs og í Versölum.