Kópavogur um helgina.

Spáð er rjómablíðu í Kópavogi sem og annarsstaðar hér syðra um helgina og tilvalið að skella sér í laugina.
Spáð er rjómablíðu í Kópavogi sem og annarsstaðar hér syðra um helgina og tilvalið að skella sér í laugina.

Hvað er að gerast í Kópavogi um helgina?

Fótbolti:  Meistaraflokkur Breiðabliks kvenna á stórleik í vændum en í dag, föstudag, klukkan 19:15, fá Blikastúlkur Fylki í heimsókn á Kópavogsvöllinn í undanúrslitaleik Borgunarbikarsins. Stelpurnar treysta á stuðning áhorfenda til að komast áfram. Frítt á völlinn.

Golf: Stór hópur GKG kylfinga tekur þátt í Íslandsmótinu í höggleik, sem fer fram á Korpúlfsstaðavelli. Fyrsti hringur var leikinn í gær, en mótinu lýkur á sunnudag.  GKG félagar eru hvattir til að fjölmenna á völlinn og hvetja kylfinga til dáða.

Smárabíó:  The Wolverine, R.I.P.D, Monsters University og Grown Ups 2.

Gerðarsafn: Sumarsýning Gerðarsafns hefur verið opnuð. Á henni má finna valin verk eftir Gerði Helgadóttur.  Gerðarsafn óskar eftir upplýsingum um listaverk eftir Barböru Árnason sem til eru í einkaeigu vegna skráningar í gagnagrunn safnsins. Eigendur listaverka eftir Barböru eru beðnir að hafa samband við Guðbjörgu Kristjánsdóttur forstöðumann/Telmu Haraldsdóttur í síma 570-0440 eða á netfangið gerdarsafn@kopavogur.is

Sund:  Opið frá 08:00 – 20:00 bæði í Sundlaug Kópavogs og í Versölum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að