Ungmenni funduðu með bæjarstjórn

Lögðu til styttingu skóladags, aðstoð við heimanám og aukið öryggi á bílastæðum

Bæjarstjórn Kópavogsbæjar fundaði með fulltrúum ungmennaráðs bæjarins og fulltrúum grunnskólabarna Kópavogsbæjar þriðjudaginn 28.maí.

Fulltrúar grunnskólabarna kallaðir barnaþingmenn mættu til fundarins með sjö tillögur sem eru afrakstur skólaþinga í grunnskólum bæjarins og Barnaþings sem haldið var í mars síðastliðnum. Barnaþing vann úr tillögunum og setti í umsögn og kosningu meðal barna bæjarins. Þá kynntu fulltrúar ungmennaráðs fjórar tillögur sem eru afrakstur ungmennaþings.

Meðal tillagna barnaþingmanna var að stytta skóladaginn, fara í fleiri vettvangsferðir í skólum bæjarins og að boðið verði upp á meiri aðstoð í heimanámi fyrir alla nemendur en þessar þrjár tillögur nutu mestrar hylli í nemendakönnun. Aðrar tillögur voru aukin áhersla á listir og verklegt nám, jafnt aðgengi, símareglur og fartölvur í stað spjaldtölva.

Fulltrúar ungmennaráðs lögðu til betri aðstöðu og viðhald sparkvalla, bætta vellíðan nemanda með aukinni fræðslu, öryggi á bílastæðum og meiri flokkun.

Bæjarfulltrúar fögnuðu tækifærinu til að funda með börnum og ungmennum og voru til svara eftir að hver og ein tillaga hafði verið borin upp. Tillögurnar verða svo settar í farveg innan sveitarfélagsins. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar