Vel heppnuð opnunarhátíð

Ný miðstöð menningar og vísinda opnar

Ný miðstöð menningar og vísinda var opnuð í Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu fyrr í sumar að viðstöddu fjölmenni. 

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, tók miðstöðina formlega í notkun og leiddi gesti inn í nýja sýningu Náttúrufræðistofu, Brot úr ævi jarðar og endurnýjaða barnabókadeild Bókasafns Kópavogs.

Fjöldi gesta var mættur til þess að skoða og njóta innandyra sem utan. Í tilefni dagsins hafði verið slegið upp smíðavelli utandyra fyrir börn og fullorðna. Í Bókasafninu voru nemendur úr Snælandsskóla með sögustund og boðið var upp á lista- og vísindasmiðjur. Þá mæltist sýningin Brot úr ævi jarðar afar vel fyrir hjá gestum á öllum aldri.  

„Við hér í Kópavogi viljum sjá menningarlífið þróast í takt við nýja tíma og vera brautryðjendur á þeim vettvangi. Við viljum vera þekkt fyrir að þora að fara nýjar leiðir til að miðla menningu, listum og náttúruvísindum. Fyrir ári síðan boðuðum við nýja nálgun í menningarstarfi okkar og einn liður í því var að leggja aukna áherslu á að efla fræðslu og upplifun barna í menningarhúsum okkar. Nýtt upplifunarrými lista, vísinda og bókmennta er svo sannarlega að fanga þær áherslur og afraksturinn er einstakt rými til að fræðast, skapa, lesa og leika. Við settum okkur markmið að opna á afmælisdegi bæjarins 11.maí og ég er mjög stolt að það hafi tekist. Til hamingju með daginn, Kópavogur,“ sagði Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri.

Ljósmyndir: Sigríður Marrow.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar