Vel heppnuð opnunarhátíð

Ný miðstöð menningar og vísinda opnar

Ný miðstöð menningar og vísinda var opnuð í Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu fyrr í sumar að viðstöddu fjölmenni. 

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, tók miðstöðina formlega í notkun og leiddi gesti inn í nýja sýningu Náttúrufræðistofu, Brot úr ævi jarðar og endurnýjaða barnabókadeild Bókasafns Kópavogs.

Fjöldi gesta var mættur til þess að skoða og njóta innandyra sem utan. Í tilefni dagsins hafði verið slegið upp smíðavelli utandyra fyrir börn og fullorðna. Í Bókasafninu voru nemendur úr Snælandsskóla með sögustund og boðið var upp á lista- og vísindasmiðjur. Þá mæltist sýningin Brot úr ævi jarðar afar vel fyrir hjá gestum á öllum aldri.  

„Við hér í Kópavogi viljum sjá menningarlífið þróast í takt við nýja tíma og vera brautryðjendur á þeim vettvangi. Við viljum vera þekkt fyrir að þora að fara nýjar leiðir til að miðla menningu, listum og náttúruvísindum. Fyrir ári síðan boðuðum við nýja nálgun í menningarstarfi okkar og einn liður í því var að leggja aukna áherslu á að efla fræðslu og upplifun barna í menningarhúsum okkar. Nýtt upplifunarrými lista, vísinda og bókmennta er svo sannarlega að fanga þær áherslur og afraksturinn er einstakt rými til að fræðast, skapa, lesa og leika. Við settum okkur markmið að opna á afmælisdegi bæjarins 11.maí og ég er mjög stolt að það hafi tekist. Til hamingju með daginn, Kópavogur,“ sagði Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri.

Ljósmyndir: Sigríður Marrow.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

kfrettir_200x200
Sólstöðuhátíð leikskólanna Núps og Dals.
10313987_10203249716717630_371840868013572304_n
starfamessa1
tunnerl
Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Kópavogur
Mynd-6-1
Pétur Hrafn Sigurðsson