Að eldast með reisn

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson Varaformaður VG og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi

Við Vinstri græn leggjum ríka áherslu á öflugt velferðarkerfi sem grípur og sinnir öllum aldurshópum. Eldra fólk á rétt á góðri þjónustu sem og að þeim sé mætt af virðingu og skilningi. Í ríkisstjórnartíð Vinstri grænna hófum við umbætur í þjónustu við eldra fólk. Grunnhugsunin er sú að eldra fólk er ekki byrði á samfélaginu heldur hefur það ótvírætt virði.

Það á að vera gott að eldast

Aðgerðaáætlunin „Gott að eldast“ er samstarfsverkefni félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis sem ég fékk samþykkta á Alþingi. Hún felur í sér grundvallarbreytingu á fyrirkomulagi þjónustu við eldra fólk með það að markmiði að veita betri og heildstæðari þjónustu, gera fólki kleift að búa lengur heima hjá sér, efla dagdvalir og endurhæfingu og draga úr þörf á hjúkrunarrýmum. Þessi vinna er hafin með þróunarverkefnum víða um land. 

Bætum kjör þeirra sem minnst hafa

Annað forgangsverkefni er að hækka framfærslu þeirra í hópi eldra fólks sem minnstar tekjur hafa. Við tökum skref í þá átt í fjárlögum næsta árs að mínu frumkvæði, þar sem almennt frítekjumark ellilífeyris verður hækkað. Þessu þarf að fylgja eftir með frekari kjarabótum á næsta kjörtímabili. Markmiðið á að vera að ellilífeyrir þeirra sem engar aðrar tekjur hafa sé aldrei lægri en lágmarkslaun. 

Aukum samskipti kynslóða

Ég hef einnig talað fyrir því að efla tengsl milli kynslóða, þar sem hin yngstu í samfélaginu geta lært af reynslu og visku þeirra eldri. Sjálfur naut ég þeirrar gæfu í æsku að umgangast ömmu mína á hverjum degi. Þessi samskipti eru ómetanleg, þar sem þau flytja menningu og þekkingu á milli kynslóða og skapa dýrmætan félagsskap. 

Verjum velferðina

Varðstaða um velferðarkerfin og grunninnviðina eru hluti af hjartslætti okkar Vinstri grænna. Saman getum við séð til þess að Ísland verði samfélag sem tryggir heilbrigða öldrun.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,