Forvarnir eru fjárfesting í vellíðan

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Gísli Rafn Ólafsson þingmenn Pírata og skipa 1. og 2. sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi.

Góð geðheilsa er grunnstoð heilbrigðs samfélags. Félagslegir þættir, nærumhverfið og tengsl hafa gríðarleg áhrif á andlega heilsu fólks. Hvort sem um ræðir börn, fólk á miðjum aldri eða eldri borgara er mikilvægt að skapa samfélag sem vinnur gegn streitu og einmanaleika og styður við vellíðan. Píratar leggja áherslu á snemmtæka íhlutun, forvarnir og aðgengilega þjónustu sem mætir þörfum allra, óháð aldri, búsetu og fjárhag.

Börn og ungmenni
Börn og ungmenni eiga að hafa aðgang að sálfræðiþjónustu og viðurkenndum ráðgjafar- og stuðningsúrræðum á öllum skólastigum. Píratar leggja áherslu á að veita börnum stuðning snemma og tryggja að þjónusta sé samfellt í boði á meðan þau vaxa úr grasi. Mikilvægt er að ungmenni finni fyrir öryggi og hafi aðgang að sérhæfðum lausnum sem vinna gegn streitu og kvíða. Með markvissum forvörnum og fræðslu í skólum getum við byggt sterkari kynslóð sem tekst á við áskoranir með sjálfstrausti og jákvæðni.

Eldra fólk og einmanaleiki
Einmanaleiki er alvarlegt vandamál meðal eldra fólks og hefur neikvæð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu. Píratar vilja efla félagsleg úrræði, bæði með tæknilausnum og samfélagslegum aðgerðum. Þátttaka í félagsstarfi og regluleg samskipti við fagfólk geta dregið úr einangrun og stuðlað að betri lífsgæðum. Það þarf að tryggja að þjónusta fyrir eldri borgara sé persónuleg, notendavæn og aðgengileg í heimabyggð.

Snemmtæk úrræði fyrir þá sem glíma við alvarlegan vanda
Geðheilbrigðisþjónusta á að grípa þau sem glíma við alvarleg vandamál áður en þau verða óviðráðanleg. Sérhæfð bráðaþjónusta fyrir geðheilbrigði, opin allan sólarhringinn, er lykilatriði. Heilbrigðismenntaðir viðbragðsaðilar þurfa að vera til staðar í neyðartilvikum og búsetuúrræði við hæfi tryggð. Markmiðið er að enginn verði útundan og allir fái nauðsynlega aðstoð þegar mest á reynir.

Aðgengilegar lausnir fyrir þá sem líður tímabundið illa
Fyrir þá sem upplifa tímabundna vanlíðan er mikilvægt að geta leitað sér hjálpar án hindrana. Píratar vilja tryggja að sálfræðiþjónusta sé gjaldfrjáls og aðgengileg öllum, bæði í gegnum persónuleg viðtöl og stafrænar lausnir. Hvort sem um er að ræða tímabundna vanlíðan eða alvarlegri áskoranir, þarf kerfið að vera sveigjanlegt og bjóða upp á lausnir sem henta hverjum og einum.

Samfélag sem styður við alla
Gott geðheilbrigði á ekki að vera einkaréttur þeirra efnameiri, heldur sjálfsögð réttindi allra. Með áherslu á forvarnir, snemmtæka íhlutun og sérhæfða þjónustu ætla Píratar að tryggja að enginn falli á milli kerfa. Við ætlum að byggja upp samfélag sem vinnur gegn einangrun og stuðlar að vellíðan. Geðheilsa er ekki aðeins persónuleg ábyrgð hvers og eins heldur sameiginleg samfélagsleg ábyrgð okkar allra.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,