Opinn fundur Vina Kópavogs

Ólafur Björnsson, formaður félagsins Vinir Kópavogs, skrifar:
Á opnum fundi Vina Kópavogs 7. mars sl. var farið yfir stöðuna í bæjarmálum.

Endurnýjum gamla miðbæinn okkar

Á Fannborgarreit eru íbúðareigendur í gíslingu lóðarhafa tveimur árum eftir að óframkvæmanlegt deiliskipulag var samþykkt. Biðin gæti orðið 10 ár! Minnihlutinn í bæjarstjórn vill rammaskipulag fyrir miðbæjarsvæðið til að hreyfa málin og koma íbúum úr gíslingu. Forsendugreining sýnir að skipuleggja má miðbæ sem nýtur sólar.

Eldri borgarar í Gunnarhólma

Viljayfirlýsing um byggingu 5.000 íbúða fyrir eldri borgara í landi Gunnarshólma var ótímabær. Reikna má með að vatnsvernd sé ógnað og óljóst hvort sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu fallist á uppbyggingu utan skilgreindra marka. Hugmyndin stangast á við ráðleggingar um staðsetningu húsnæðis fyrir eldri borgara.

Opin útboð lóða – loksins!

Lóðaúthlutun í Vatnsendahvarfi er sú fyrsta í mörg ár fyrir opnum tjöldum. Ekki var fallist á tillögu um fjölbreytt framboð búsetukosta fyrir alla tekjuhópa. Meirihlutinn stendur því áfram fyrir lóðaúthlutun sem stuðlar að einsleitni í búsetuúrræðum.

Samstaða um rammaskipulag á Kársnesi

Verður viðsnúningur í skipulagsvinnu þegar bærinn tekur forystu í eigin hendur? Á að nýta landkosti og leggja áherslu á að mannlíf og gróður fái þrifist? Bæjarfélagið hefur undanfarin ár eftirlátið fjárfestum að undirbúa skipulag. Fyrir vikið hafa byggingar orðið einsleitar, háar og með skuggamyndun og vindsveipum. Bærinn á að skipuleggja með fjölbreytta landnotkun og samfélagssjónarmið að leiðarljósi. Svo koma aðrir að og byggja. Það á að vera svigrúm fyrir minni byggingaraðila, ekki bara þá stóru!

Hjólaleiðir og brúarsmíði

Aukin umferð hjólafólks er væntanleg með Fossvogsbrú. Hvaða leiðir eru bestar til að mæta þessu? Það þarf að koma hjólreiðum af útivistarstígum og skipuleggja hjólaleiðir á fyrirliggjandi götum og aðlaga hámarkshraða m.t.t. þess. Það er hægt að auka hjólaumferð án kostnaðarsamra framkvæmda. Í Kópavogi er öflugt samfélag hjólreiðafólks með þekkingu sem þarf að nýta í þessum tilgangi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

AnnaKlara_1
radgjof
Gísli Baldvinsson
Sigurbjorg-2
HK þriðji flokkur
kirkjanposter_05-002
Fj_lmenn0520145885
9-4
Kopavogur_2