Opinn fundur Vina Kópavogs

Frá opnum félagsfundi Vina Kópavogs í mars sl.
Frá opnum félagsfundi Vina Kópavogs í mars sl.

Ólafur Björnsson, formaður félagsins Vinir Kópavogs, skrifar:
Á opnum fundi Vina Kópavogs 7. mars sl. var farið yfir stöðuna í bæjarmálum.

Endurnýjum gamla miðbæinn okkar

Á Fannborgarreit eru íbúðareigendur í gíslingu lóðarhafa tveimur árum eftir að óframkvæmanlegt deiliskipulag var samþykkt. Biðin gæti orðið 10 ár! Minnihlutinn í bæjarstjórn vill rammaskipulag fyrir miðbæjarsvæðið til að hreyfa málin og koma íbúum úr gíslingu. Forsendugreining sýnir að skipuleggja má miðbæ sem nýtur sólar.

Eldri borgarar í Gunnarhólma

Viljayfirlýsing um byggingu 5.000 íbúða fyrir eldri borgara í landi Gunnarshólma var ótímabær. Reikna má með að vatnsvernd sé ógnað og óljóst hvort sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu fallist á uppbyggingu utan skilgreindra marka. Hugmyndin stangast á við ráðleggingar um staðsetningu húsnæðis fyrir eldri borgara.

Opin útboð lóða – loksins!

Lóðaúthlutun í Vatnsendahvarfi er sú fyrsta í mörg ár fyrir opnum tjöldum. Ekki var fallist á tillögu um fjölbreytt framboð búsetukosta fyrir alla tekjuhópa. Meirihlutinn stendur því áfram fyrir lóðaúthlutun sem stuðlar að einsleitni í búsetuúrræðum.

Samstaða um rammaskipulag á Kársnesi

Verður viðsnúningur í skipulagsvinnu þegar bærinn tekur forystu í eigin hendur? Á að nýta landkosti og leggja áherslu á að mannlíf og gróður fái þrifist? Bæjarfélagið hefur undanfarin ár eftirlátið fjárfestum að undirbúa skipulag. Fyrir vikið hafa byggingar orðið einsleitar, háar og með skuggamyndun og vindsveipum. Bærinn á að skipuleggja með fjölbreytta landnotkun og samfélagssjónarmið að leiðarljósi. Svo koma aðrir að og byggja. Það á að vera svigrúm fyrir minni byggingaraðila, ekki bara þá stóru!

Hjólaleiðir og brúarsmíði

Aukin umferð hjólafólks er væntanleg með Fossvogsbrú. Hvaða leiðir eru bestar til að mæta þessu? Það þarf að koma hjólreiðum af útivistarstígum og skipuleggja hjólaleiðir á fyrirliggjandi götum og aðlaga hámarkshraða m.t.t. þess. Það er hægt að auka hjólaumferð án kostnaðarsamra framkvæmda. Í Kópavogi er öflugt samfélag hjólreiðafólks með þekkingu sem þarf að nýta í þessum tilgangi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar